Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Síða 52
52
breytingar þó ekki, fyrr en þær hafa verið samþykktar
af löggjafarþingum % ríkjanna eða af sérstökum þjóð-
fundum með % atkvæða, og er fyrrnefnda aðferðin sú
venjulega.
FRAKKLAND.
Eins og kunnugt er voru það byltingarnar í Frakklandi
1789, 1830, 1848 og 1870, sem einkum höfðu áhrif á
breytingar stjórnarfarsins í Evrópu á 19. öld. Þjóðþing-
ið, sem kallað var saman 1789, samþykkti stjórnlög
3. sept. 1791, sem staðfest voru af konungi 14. sama mán-
aðar. Voru þau meðal annars reist á grundvelli þess, að
vilji þegnanna væri upphaf valdsins, þrígreining stjórn-
valdsins, og í inngangi var tekin upp yfirlýsingin um
mannréttindi, er samþykkt hafði verið 26. ágúst 1789
eins og áður er getið. Þessi stjórnlög áttu sér þó skamma
ævi. Ný stjórnlög voru samþykkt 24. ágúst 1793 og enn
ný 22. ágúst 1795. Er of langt mál að rekja þá sögu hér,
og verður einnig sleppt breytingum, er síðar voru gerðar,
enda valt á ýmsu. Keisarastjórn og konungsstjórn kom-
ust aftur á, en lýðveldi þess á milli. En eftir fall Napóle-
ons 3., 4. sept. 1870, var kallaður saman þjóðfundur 12.
febrúar 1871. Fundur þessi, sem sat meira og minna í
fjögur ár, samþykkti loks 24. febr., 25. febr. og 16. júlí
1875 þrenn stjórnlög ásamt kosningalögum fyrir senat
og fulltrúadeild, og hafa lög þessi verið gildandi stjórn-
lög Frakka fram til síðustu tíma.
Þá er og yfirlýsingin um mannréttindin skoðuð sem
hluti eða grundvöllur stjórnlaganna. Meðan á þessari
lagasetning stóð, fór bráðabirgðastjórn með völd. Þótt
lýðveldið yrði ofan á, voru konungssinnar í meirihluta á
þjóðfundinum, en gátu ekki komið sér saman um konung.
Bera lögin þessa mjög merki, svo og þeirrar reynslu, er
fengizt hafði af forsetadómi Napóleons 3. og að vísu aðal-
ræðismennsku Napóleons 1. Þá varð og að hafa hraðann
á um afgreiðslu þeirra til þess að ljúka bráðabirgða-
ástandi því, sem var. Lögin eru því stutt og að ýmsu
ófullkomin, þótt þau á hinn bóginn hafi staðizt tímans