Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 77
77
vesturlandi og Norðurlandi til þess, að þurrkunin þarfn-
ist um þriggja kw. til jafnaðar á mann í sveitum
eða þrefalt á við það, sem öll önnur almenningsnotk-
un þarfnast að húsahitun meðtalinni. Nú fer þessi
þurrkun aðallega fram í júlí—sept. og fellur því að litlu
leyti saman við húsahitunina, auk þess er þurrkunar-
þörf þessi aðeins bundin við landbúnaðinn, en húsa-
hitunin er bæði í sveitum og kauptúnum og kaupstöð-
um, svo að það er alls ekki ósennilegt, að takast megi
að bæta þessari þurrkunarnotkun við á almenningsveit-
urnar án þess að notkunarstigið hækki, þ. e. a. s. að
gera þurfi stærri virkjanir á vatnsafli þess vegna, en
veitukerfi sveitanna þarf þó að geta borið orkuflutn-
inginn. Þess má og geta, að á hinn bóginn er víða hægt
að nota hverahita við þurrkunina ásamt vélarekstrinum,
en það dregur að miklum mun úr orkuþörfinni við þessa
notkun.
Ennfremur eru til margvíslegir iðnaðarmöguleikar, sem
ekki er hægt að segja neitt fyrir um, hve mikils raf-
magns muni við þurfa, annað en það, að búast má við, að
heildaraflið á mann geti orðið margfalt meira, þegar
fram líða stundir, en það sem talið er hér að framan,
að muni þurfa til að fullnægja þeim markaði, sem fyrir
er, eða komi fljótlega á hverju nýju orkuveitusvæði,
er almennings rafveita tekur þar til starfa.
Þótt þessir miklu notkunarmöguleikar kunni að vera
Hklegir, er þó eigi hægt að miða samanburð á af-
komu almenningsrafveitna á ýmsum stöðum á landinu
við meira en þá notkun, sem reynsla er fyrir um,
að komið geti á fáum árum. Það verða hinsvegar verk-
efni síðari stiga í þessum málum að ráða fram úr
aukningaþörfinni eftir því, sem möguleikarnir vaxa.
Þau iðnaðarfyrirtæki, sem ríkisstjórnin hefir látið
gera áætlanir og rannsóknir um, hvort hægt væri að
koma hér upp, svo sem áburðarverksmiðja og sements-
gerð fyrir innanlands notkun, nota ekki nema fá þúsund
kw. og geta því auðveldlega komizt með í almennt raf-
veitukerfi, en stóriðnaðarfyrirtækin, er nota tugi þús-