Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 49
49
sbr..l. gr. Þar segir: „Allt löggjafarvald, sem hér með er
af hendi látið, skal sambandsþing Bandaríkjanna fá, en
þingið skiptist í senat og fulltrúadeild".
1 8. gr. eru síðan talin upp þau mál, sem sambandsrík-
inu eru fengin, en það eru utanríkismál, hermál, mynt-
slátta, skatta- og tollmál o. fl. o. fl.
Um valdið, sem hin einstöku ríki létu þannig af hendi,
fjalla stjórnlög Bandaríkjanna og ekki annað, nema að
því leyti sem nokkrar, alls 19, breytingar hafa verið gerð-
ar á þeim. En að því leyti, sem stjórnlögin eða lög samkv.
þeim — ríkislög — ná til, eru þau án frekari samþykktar
lög í hinum einstöku ríkjum, jafnframt sérlögum þeirra.
Mörkin milli valdsviðs ríkisheildarinnar og hinna ein-
stöku ríkja ákveður Hæstiréttur, ef deila kemur upp.
Fyrsti kaflinn fjallar um þingið, annar kafli um fram-
kvæmdarvaldið, þriðji kaflinn um dómsvaldið, fjórði kafl-
inn um gagnkvæmt gildi dómsathafna og gagnkvæm þegn-
réttindi í ríkjunum, ný sambandsríki o. fl., fimmti kafl-
inn um breytingar, sjötti kaflinn um fyrri skuldbindingar
ríkjanna, gildi stjórnlaganna og eið embættismanna og
ioks sjöundi kaflinn um það, hvað til þess þurfi, að stjórn-
iögin fái gildi.
Eins og þessi skipting sýnir, er stjórnvaldinu þrískipt,
°g fer kjörinn forseti með framkvæmdarvaldið. Hann er
ekki kosinn beinum almennum kosningum, heldur óbein-
um, þannig að í hverju ríki eru kjörnir jafn margir kjör-
^enn og ríkið á marga fulltrúa á sambandsþinginu (báð-
Urn deildum). Kjörmennirnir eru kosnir almennum kosn-
lugum samkv. löggjöf hvers ríkis, en mega ekki vera
þingmenn eða embættismenn Bandaríkjanna. Þeir kjósa
síðan forseta almennri meirihlutakosningu, þannig að rétt
kjörinn er sá, er fær meira en helming atkvæða allra
kjörmanna. Náist ekki slíkur meirihluti, kýs fulltrúa-
Heild þingsins forseta einn þriggja, er flest kjörmanna-
atkvæði hafa fengið. Atkvæði eru þá talin eftir ríkjum
eitt fyrir hvert ríki —, og er rétt kjörinn sá, er fær
ftíeirihluta atkvæða allra ríkjanna, enda taki að minnsta
kosti fulltrúar frá % þeirra þátt í atkvæðagreiðslunni.
4