Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 78
78
unda eða jafnvel hundruð þúsunda kw. á einum stað,
þurfa sérstök veitutæki, svo sem áður var getið, og
þarf því eigi að taka tillit til þeirra í almennings-
veitunum.
Til samanburðar við þær tölur, sem áðan voru nefnd-
ar um orkuþörfina, 250—350 wött á mann til jafnaðar
og allt upp í 1000 wött, má geta þess, að notkunin í
Reykjavík og Hafnarfirði 1942 varð 360 wött á mann,
á Blönduósi og Akureyri um 500 wött og stafar mis-
munurinn af aukinni hitun á síðartöldum stöðum, og
er notkunin á öllum þessum stöðum í örum vexti, eft-
ir því sem aukningamöguleikar leyfa.
3. TEKJUMÖGULEIKAR.
Þegar rafmagnsveitum tók að fjölga erlendis, hóf-
ust þær tiltölulega snemma handa um að safna hag-
skýrslum um rekstur sinn. Var þetta nauðsynlegt til
þess, að hægt væri að fá yfirlit og samanburð um
afkomuna og einkum til þess að geta áætlað aukningar
um nýjar veitur. Hefir þessum skýrslum verið haldið
áfram æ síðan, sumstaðar nú af hagstofum ríkjanna,
en annarstaðar af rafveitusamböndunum sjálfum. Einn
mikilvægur liður í þessari skýrslusöfnun eru upplýs-
ingar um sölu rafmagnsins. Þegar rafveitum fór að
fjölga hér á landi, var gerð athugun um þetta hér
einnig, og samanburður við önnur lönd, og hefir Raf-
magnseftirlit ríkisins safnað skýrslum frá öllum raf-
veitum, síðan það tók til starfa.
Skýrslurnar um tekjumöguleikana sýna greinilega, að
tekjurnar vaxa á hverjum stað með vaxandi notkun,
en þó mjög hægt, svo að þótt notkun 10-faldist, má
ekki búast við meiru en tvöföldun teknanna. I sam-
ræmi við þetta sýna skýrslurnar, að þar sem hátt ein-
ingarverð er á raforkunni, er notkunin lítil, en eftir
því sem einingarverðið verður lægra, fer notkunin ört
vaxandi. Hér er, eins og áður er tekið fram, átt við