Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 64
64
er þó gerður í greininni, að vald þetta sé látið af hendi
með fyrirvara um réttindi þegnanna og kantónanna. Sam-
bandsráðið er annar aðili stjórnvaldsins, er fer með veru-
legan hluta framkvæmdarvaldsins, en sjálfstæðir dóm-
stólar hafa dómsvaldið með höndum að mestu leyti. í
Sviss er því, þrátt fyrir ákvæði 71. gr. stjórnlaganna, um
allverulega valdgreiningu að ræða. En stjórnskipunin er
þó gerólík því, sem gerist hjá öðrum lýðræðisþjóðum
bæði að því, er snertir skipun hinnar æðstu umboðs-
stjórnar, og því, að um þingræði er ekki að ræða. Á Sviss
sammerkt við Bandaríkin í því.
Sambandsráðið má telja hliðstætt ríkisstjórn annarra
landa. Það er skipað sjö mönnum, sem sambandsþingið
velur til fjögurra ára í senn úr hópi kjósenda. Endurkjör
er heimilt og aðalreglan sú, að sambandsráðsmenn séu
endurkjörnir. Sambandsþingið velur forseta sambands-
ríkisins til eins árs í senn úr hópi sambandsráðsmanna.
Varaforseti er kosinn á sama hátt. Ekki má velja sama
mann tvö ár í röð. Staða forsetans er í rauninni ekki frá-
brugðin stöðu forsætisráðherra í ráðuneyti. Hann er lítið
annað en formaður ráðsins. Sambandsráð er kosið á
fyrsta þingi eftir reglulegar kosningar, og má aldrei velja
nema einn úr hverri kantónu. Ráðið er kosið af báðum
deildum þingsins saman. Ráðsmennirnir sitja kjörtíma-
bil sitt á enda, þótt þeir lendi í minnihluta í þinginu, og
eru þeir nánast skoðaðir fastir embættismenn, enda oft-
ast endurkjörnir eins og áður segir.
Ráðið kemur fram af ríkisins hálfu gagnvart öðrum
ríkjum, annast varnir landsins, staðfestir lög og tilskip-
anir kantónanna, ef þær brjóta eigi í bág við ríkislög,
hefir eftirlit með embættismönnum, getur átt frumkvæði
að lögum og getur komið með athugasemdir við laga-
frumvörp, sem eru til meðferðar í þinginu. í framkvæmd-
inni hefir vald sambandsráðsins farið vaxandi, og í
ófriðnum 1914—1918 fékk sambandsþingið því t. d. al-
ræðisvald, þótt vafasamt sé talið, hvort slíkt valdafram-
sal sé löglegt. Samkvæmt lögum á þingið ákvörðunarrétt
um stríð og frið, gerir sámninga við önnur ríki og getur