Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 50
50
Kjörgengir eru aðeins menn, sem eru 35 ára gamlir, fædd-
ir borgarar í Bandaríkjunum og hafa verið búsettir þar
í 14 ár. Forsetinn er kosinn til fjögurra ára, og er heimilt
að endurkjósa hann. Það hefir þó verið talin óhæfa, að
maður tæki við endurkjöri oftar en einu sinni. Forseti er
yfirleitt ábyrgðarlaus og verður ekki settur af embætti,
nema um sé að ræða landráð, mútur eða aðra stórfellda
glæpi. Ákæruvald gegn honum er í höndum fulltrúadeild-
arinnar, en dómsvaldið hjá senatinu. Til sakfellingar þarf
2/s viðstaddra senatora, og dómurinn má ekki fjalla um
annað en það, hvort forseti skuli víkja úr embætti eða
ekki. Sé um refsivert brot að ræða, fjalla almennir dóm-
stólar um það, þegar forseti er farinn úr embætti.
Ef forseti andast, leggur niður völd, er dæmdur frá
embætti eða ófær að gegna því, tekur varaforseti við, en
hann er kosinn sérstaklega jafnframt og forseti eftir
sömu reglum.
Forsetinn er fyrst og fremst æðsti maður Bandaríkj-
anna. Hann kemur fram af þeirra hálfu gagnvart öðrum
ríkjum og tekur á móti sendiherrum þeirra. Hann er æðsti
maður hers og flota, veitir hin æðstu embætti, sér um
framkvæmd laganna og starfsemi umboðsstjórnarinnar
yfirleitt. Hann hefir náðunarvald. Heimildir hans eru þó
sumar hverjar háðar samþykki senatsins. Þannig eru
samningar við önnur ríki því aðeins bindandi, að senatið
samþykki þá með % atkvæða. Til stríðsyfirlýsingar þarf
samþykki beggja deilda þingsins. Embætti sendiherra,
dómara í hæstarétti og ýmis önnur æðstu embætti eru
því aðeins löglega veitt, að senatið samþykki veitinguna.
Þetta á einnig við um ráðherraembættin. Samkvæmt venju
lætur senatið sig þó ráðherravaiið litlu skipta, en því
fremur veitingu annarra embætta. Ákvarðanir forsetans
eru gildar án þess, að ráðherra undirriti þær með honum,
og ráðherranna er ekki einu sinni getið í stjórnlögunum.
Þeir eiga ekki sæti á þingi og hafa ekki heimild til að
mæta þar, enda eru þeir ekki kjörgengir til þingsetu, því
að enginn embættismaður Bandaríkjanna má vera þing-
maður. Ekki er því um að ræða neina ábyrgð ráðherr-
J