Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 101
99
ugra reyndist, en samtenging við Lagarfoss eða Laxá
eða hvorttveggja síðar meir. 20. orkuveitusvæðið yrði
miðsvæðis með orkuvinnslu við Lagarfljót og línu-
lengdir allt upp í 100 km. í veitukerfi. Sökum staðhátta
á Austfjörðum er líklegt, að hentugra reyndist að skipta
þessum orkuveitusvæðum að einhverju leyti smærra, og
er það enn órannsakað.
f) Suðausturland.
Öræfin frá Breiðamerkursandi að Skeiðarársandi eru
svo greinilega aðskilin frá annarri byggð, að skoða
verður þetta svæði sem sérstaka heild. Það er þó ólík-
legt, að hér yrði um samveitu að ræða á þessu svæði,
þar sem gnægð vatnsafls er þar víða og byggðin hefir
færzt saman víðast í bæjahverfi á fám stöðum,
er hafa góð skilyrði til að hafa sérstakt veitukerfi í
hverju hverfi. Er þetta svæði nefnt í einu lagi 22.
orkuveitusvæði. Á sama hátt er byggðin milli Skeið-
arársands og Mýrdalssands nefnt í einu lagi 23. orku-
veitusvæði. Þar eiga byggðirnar við sjóinn örðugt um
hentugt vatnsafl innan sveitar, en ofar er víða gnægð
vatnsafls. Er því líklegt, að um samveitu yrði að ræða
og þó líklega fremur tvær eða þrjár en eina: austan
til, miðsvæðis og vestan til. En þar sem þetta er enn
órannsakað, verður ekki gerð nánari grein fyrir því hér.
g) Yfirlit.
Það er eftirtektarvert við þessa skiptingu í orku-
veitusvæði, hve víða hún fylgir sýslumörkunum, orku-
veitusvæðin 2, 3, 4, 5, 8, 9, 13, 14, 15, 17, 18, fylgja
alveg eða að miklu leyti sýslumörkum. 16. er Sigluf jörður
og nágrenni, 10, 11 og 12 eru að mestu leyti ísafjarðar-
sýslurnar, 19 er að mestu leyti Norður-Þingeyjarsýsla,
20 Múlasýslurnar. Það eru aðeins orkuveitusvæðin í
Skaftafellssýslum, 21, 22, 23, og 1, sem eru þannig að-
skilin, að þau greinast fremur eftir hreppum, svo
og orkuveitusvæðin 6 og 7. Það má því telja víst, að
ef héruðin sjálf ættu að hafa forgöngu um framkvæmd
rj*