Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 63
63
kjörtímabils síns. Lagafrumvörp, sem þingið hafði sam-
þykkt, þurftu staðfestingar hans, en synjunarvald hans
var aðeins frestandi og takmarkað þannig, að hann gat
endursent þinginu frumvarpið, og varð það þá lög án
staðfestingar, er þingið samþykkti það á ný með hreinum
meirihluta atkvæða. Hann gat sent þinginu boðskap og
skýrslur um hag landsins og horfur og bent því á að gera
ráðstafanir, er hann taldi nauðsynlegar eða heppilegar,
en beint lagafrumkvæði átti hann ekki. Hann valdi ráð-
herra og veitti ýmis helztu embætti. Yald og verksvið ráð-
herra var ákveðið í stjórnlögunum. Þar á meðal, að undir-
skrift þeirra þyrfti til þess, að ráðstafanir forseta væri
gildar, og að þeir bæri ábyrgð gagnvart þinginu og yrði
að fara frá, ef þeir fengi vantraust þess. Forseti var yfir-
maður hersins, og hann hafði náðunarvald. Hann bar ekki
ábyrgð á stjórnarathöfnum og varð aðeins saksóttur fyrir
landráð, samkvæmt ákæru fulltrúadeildar þingsins. Senat-
ið var dómstóll í þeim málum. Þingið gat breytt stjórn-
lögunum, ef % allra þingmanna samþykktu. Slíkar breyt-
ingar mátti bera undir þjóðaratkvæði, þótt eigi væri það
lögboðið.
Á liðnum öldum hefir Sviss ýmist verið sambandsríki
eða ríkjasamband. Samkvæmt sambandsstjórnlögum, 29.
maí 1874, sem enn eru í gildi með nokkrum breytingum,
er Sviss nú sambandsríki 22 kantóna. Kantónurnar eru
allsjálfstæðar, þótt ekki verði þær taldar fullvalda ríki
fremur en ríkin í Bandaríkjunum. Eins og þar fer sam-
bandsþingið með það vald eitt, er kantónurnar hafa af-
hent því með sambandslögunum.
Sambandsstjórnlögin eru að því leyti frábrugðin stjórn-
lögum annarra lýðræðisríkja, að þar er ekki um venju-
lega valdgreiningu að ræða. Samkvæmt 71. gr. laganna
er æðsta vald sambandsríkisins í höndum sambandsþings-
ins, er fer með löggjafarvaldið, en auk þess umboðsvaldið
að verulegu leyti og dómsvaldið að nokkru. Sá fyrirvari