Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Síða 23
23
V. ORSAKASAMHENGIÐ OG ÝMIS AFBRIGÐI ÞESS.
Lengi hefirverið um það deilt í heimspekinni,hvortmenn
fengju skynjað orsakasamhengið og fundið, í hverju það
væri fólgið. Skozki heimspekingurinn David Hume hélt
því fram, að menn fengju ekki skynjað það. Menn sæju að
vísu, að eitt kæmi á eftir öðru, en ekki, að eitt leiddi af
öðru. En er þetta sama hefði endurtekið sig nógu oft, þá
yrði það að vana að álykta: á eftir þessu og
þessvegna af því (post hoc, ergo propter hoc). En
þetta væri einatt óréttmæt ályktun, því að margt gæti
farið og færi oft á undan einhverju, án þess að vera
orsök þess. — En er þá ekki unnt að komast að eðli
orsakasamhengisins á annan hátt en með sjóninni einni
saman, t. d. með því að þreifa og þukla á hlutunum og
ýta við þeim? — Vissulega! — Bók liggur fyrir framan
mig; ég ýti við henni, þangað til hún fer að færast úr
stað. Þá er kraftspyrna handar minnar nemur meiru
en viðspyrna bókarinnar, fer bókin að færast úr stað. Af
þessu álykta ég, að að minnsta kosti hið svonefnda vél-
ræna orsakasamhengi sé fólgið ýmist í samstarfi vissra
efna og krafta, og að það stefni jafnan í þá átt, þar sem
minnst er mótspyrnan eða mestur aðdrátturinn, eða eins
og sagt er í vísindunum, frá æðra megini (potentiale)j
til hins lægra.
En menn spyrja venjulegast ekki um orsök, nema um
einhverja breytingu sé að ræða hið ytra eða hið innra
með hlutunum, og á orsökin þá að gefa nægilega ástæðu
fyrir breytingunni, þannig að hún verði manni full-
skiljanleg. Nú orkar ýmist einn hluturinn á annan, og
er það nefnt utanað komandi orsök (causa transiens),
eða eitthvað verkar inni í hlutnum svo, að hann breytist
úr einu í annað, og er þetta nefnt íbúandi orsök (c. im-
manens), eða hluturinn eða persónan hefst sjálf handa
samkvæmt eðli sínu eða innræti, og er það þá nefnt sjálf-
virk orsök (c. spontanea). En er um sjálfvirka orsök er
að ræða, getur hún verið með tvennum hætti, líkamlega
skapandi, (c. concipiens) eða andlega skapandi (c. inven-