Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 13
18
ar.'1) Og einmitt síðustu mánuði aldarinnar var próf.
Max Planckað athuga viss geisla-fyrirbæri, sem allt
til þessa höfðu storkað öllum vélrænum skýringartil-
raunum. Skýringar hans voru ekki einungis óvélræns eðl-
is, heldur var ekki unnt að samræma þær nokkurri vél-
rænni skýringu. Því voru þær gagnrýndar úr ýmsum átt-
um og, eins og gengur, reynt að gera þær og höfund þeirra
hlægilegan. En hér var þá einmitt það í uppsiglingu, sem
aldahvörfunum réði.
Sjaldan eða aldrei hafa orðið jafnmikil aldahvörf í
andans heimi eins og einmitt upp úr aldamótunum 1900.
Þegar á fyrsta ári tuttugustu aldar kom P1 a n c k fram
með kvantakenning sína um, að orkan streymdi í smá-
skömmtum frá æðra megininu til þess lægra. En árið
1903 tóku þeir Rutherford og Soddy að halda
fram sjálfkrafa upplausn frumefnanna. Árið 1905 kom
E i n s t e i n fram með afstæðiskenningu sína, og f jór-
um árum síðar eða 1909 sýndi Minkowsky fram á,
að vér samkvæmt henni virtumst búa í fervíðu tímarúmi.
Menn gera sér ef til vill ekki ljóst, hvað í öllu þessu ligg-
ur, og því mun rétt að fara nokkrum frekari orðum um
það.
Eins og þegar er sagt, höfðu menn haldið, að orkan
streymdi jafnan í samfelldum straumi frá æðra megini
til hins lægra. En er Max Planck tók að rannsaka svo-
nefnda holrúmsgeislan, sagðist hann ekki sjá betur en að
orkan leystist út í rykkjum, eins og þegar vísar færast
til á klukku. Þá yrði vart við svonefndan Plancks-konstant,
h, er margfaldaður með tíðni viðkomandi ljósgeisla, v,
gæfi ákveðinn geislastaf (hv eða photon), eins og nú er
kallað. Orkan streymdi þannig út í ákveðnum orku-
skömmtum (kvanta), en ekki í samfelldum straumi, eins
og áður hafði verið haldið fram.
Þá voru það hinar gagnþéttu frumeindir frumefnanna,
sem áttu að vera eilífar og óumbreytanlegar. En árið
1) Sbr. James Jeans: The Mysterious Universe, Cambr. 1930,
bls. 19.