Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 61
61
samþykkir með % atkvæða meirihluta tillögu um, að for-
seti fari úr embætti á kjörtímabilinu, fer þjóðaratkvæða-
greiðsla fram um tillöguna. Sé hún felld, er forsetinn tal-
inn endurkjörinn, en þingið rofið, og skal þá kjósa til
þess á ný.
Forsetinn kemur fram af ríkisins hálfu gagnvart öðr-
um ríkjum og gerir samninga við þau. Samninga, er varða
ríkislöggjöf, skal þó leggja fyrir þingið til samþykktar.
Forseti veitir ýmis embætti og hefir náðunarvald, en al-
menn uppgjöf saka verður aðeins veitt með lögum. Sam-
bandslöndunum getur hann haldið til hlýðni með hervaldi,
ef þarf, og samkvæmt 48. gr. getur hann, ef almennur
friður og öryggi er alvarlega skert eða í hættu, gripið til
þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar eru til þess að koma
á friði og reglu. Má beita hervaldi í þessu skyni, og vernd
ýmissa almennra mannréttinda, er þegnunum eru tryggð
í stjórnarskránni, getur forseti svipt þá um stund, er
þannig stendur á, og jafnvel lýst yfir hernaðarástandi.
Eins og ljóst er, er hér um að ræða mikið vald, og
reyndin varð sú, að vegna vandræðaástands þess, sem
tíkti í stjórnmálum Þýzkalands á síðasta tíma lýðveldis-
ins, var oft gripið til þessarar heimildar, og þannig að
nokkru skapað fordæmi fyrir einræðinu. Skylt er að skýra
þinginu þegar í stað frá ráðstöfunum, sem gerðar eru
samkvæmt greininni, og skulu þær afturkallaðar, ef þing-
ið krefst þess. Forseti velur ráðherra, og meðundirskrift
ráðherra er nauðsynleg til þess að framangreindar og
aðrar stjórnarathafnir forseta séu gildar, en ráðherrar
bera bæði pólitíska ábyrgð og refsiábyrgð gagnvart þing-
inu. Þeir verða, samkvæmt beinum ákvæðum stjórnar-
skrárinnar, að fara frá, ef þingið samþykkir vantraust
á þá. Brjóti forseti stjórnarskrána eða lög ríkisins, get-
ur þingið ákært hann fyrir ríkisréttinum, sem er sér-
stakur dómstóll, er dæmir mál, höfðuð gegn forseta eða
ráðherra, svo og um ágreiningsmál ríkisins og einstakra
landa og landanna sín á milli. Tillaga um ákæru á hendur
forseta verður því aðeins tekin til greina, að hún sé borin