Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 53
53
tönn betur en hin ýtarlegu stjórnlög, er á undan voru
gengin. Nokkrar, en ekki verulegar, breytingar hafa síðar
verið á þeim gerðar. Um stjórnarfarið hafa og myndazt
ýmsar venjureglur, sem fylgt er eins og sett lög væri.'
Porseti er kosinn af báðum þingdeildum sameinuðum
til sjö ára í senn og má endurkjósa hann. Um kjörgengi
segir aðeins, að afkomendur ætta, er ríkjum hafa ráðið
í Frakklandi, séu ekki kjörgengir.
Forseti er æðsti maður ríkisins og kemur fram af þess
hálfu gagnvart öðrum ríkjum, gerir samninga við þau og
tekur á móti sendiherrum þeirra. Hann er æðsti maður
hers og flota, hefir náðunarvald, veitir ýmis embætti og
velur ráðherra sína. En til þess að ákvarðanir forseta séu
gildar, þarf ráðherra, er ábyrgð ber fyrir þinginu, að
Undirrita þær með honum.
Forseti á frumkvæðisrétt til lagasetningar og staðfestir
iög, en synjunarvald hans er aðeins frestandi og takmark-
að þannig, að áður en hann birtir lög, getur hann krafizt
huss, að þingið taki þau til meðferðar á ný. En sé frum-
varpið enn samþykkt með einföldum meirihluta atkvæða,
fær sú samþykkt lagagildi án staðfestingar. Forseti getur
ekki rofið þingið, en fulltrúadeildina getur hann þó rofið,
ef senatið samþykkir. Af skiljanlegum ástæðum er sá
réttur lítils nýtur, og hefir honum aðeins einu sinni verið
heitt. Hann getur og frestað fundum þingsins, þó ekki
uenia í einn mánuð og ekki oftar en tvisvar á ári. 'Ábyrgð
hans er takmörkuð við landráð. Ákæruvaldið hefir full-
trúadeildin, en senatið dæmir. Um ábyrgð ráðherra á
embættisbrotum fer á sama hátt, en auk þess er beint tek-
fram, að þeir beri ábyrgð fyrir þinginu.
Eins og ljóst er af framangreindu er vald Frakklands-
forseta mjög takmarkað og í raun og veru í höndum ráð-
herranna eða öllu heldur þingsins, því að ráðherrar eru
Pví mjög háðir og stjórnarskipti tíð, enda eru flokkar
^argir og sundurleitir. í framkvæmdinni hefir vald for-
setans jafnvel orðið enn minna en bókstafurinn gefur til
kynna.