Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 32
32
fábjánar og afburða vel gefin börn yzt til hvorrar hand-
ar, 1+1=2%. Þetta og annað þessu líkt ætti að sýna,
að í hinu vefræna orsakasamhengi, svo flókið sem það
nú er, eru tilvikin til meðallags yfirgnæfandi, þar sem
frávikunum frá meðallagi fer sífækkandi, eftir því
sem fjær dregur, svo að þau verða ekki nema 1%
yzt, sitt til hvorrar handar. Hin samhverfu fyrirbæri virð-
ast því hér langsamlega yfirgnæfa hin fráhverfu fyrir-
bæri, þótt þau, þegar þau einu sinni eru orðin til, geti
haft sínar stórfelldu afleiðingar.
Hið vefræna orsakasamhengi er þá fyrst og fremst
skapandi eða endurskapandi, síðan viðhaldandi í endur-
næringu og öndun og endurnýjun líffæranna, unz líkam-
inn fer að hrörna, veslast upp og deyr. Endurnæring,
vöxtur og æxlun, afturför, hrörnun og dauði, það er lífs-
ins saga, sem er sínum lögum háð. En dautt er dautt, og
dauðir hlutir þurfa ekki að hafa fyrir því að fæðast,
þroskast, lifa og deyja. Því er vélrænt og vefrænt orsaka-
samhengi sitt hvað, þótt það kunni að vera af svipuðum
toga spunnið.
VIII. HIÐ VITRÆNA ORSAKASAMHENGI.
Um aldaraðir hefir mönnum reynzt það næsta torráð-
in gáta, hvernig andinn og andleg starfsemi gæti sprottið
upp af eða verið samfara efnafari líkamans, og þá ekki
síður það, hvernig hin andlega tilgangsstarfsemi skuli hafa
getað orðið til í heimi, sem aðallega var vélræns eða vef-
ræns eðlis. Ég hefi í sálarfræði minni reynt að sýna fram
á, hvernig þetta mætti verða fyrir hægfara þróun vits-
munanna af einu stigi á annað, frá svonefndum blindum
eðlishvötum til markvissra fýsna, er hefðu glögga hug-
mynd um markmiðið, og svo þaðan aftur til viti borinna
hugða, er hefðu fengið hugmynd bæði um takmark og
tæki.1)
1) Alm. sálarfræði, II. útg., V. kafli, bls. 110—50, sbr. bls.
224—25.