Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 59
59
hættu, innanlandsfriður verulega skertur eða almenn
regla og öryggi í alvarlegri hættu, getur forseti gefið til-
skipanir, sem álíta má nauðsynlegar til þess að koma í
veg fyrir hættuna og tryggja friðinn. Þurfa tilskipanir
þessar ekki að vera í samræmi við reglur stjórnlaganna
um almenn þegnréttindi, sem stjórnlögin tryggja annars.
Um löggjafarmál hefir forseti, auk framangreinds til-
skipunarvalds, þegar sérstaklega stendur á, frumkvæðis-
rétt að lögum og frestandi neitunarvald, þannig að frum-
varp, sem þingið hefir samþykkt, en forseti synjað um
staðfestingu á, fær ekki lagagildi, fyrr en nýtt þing, að
afloknum nýjum kosningum, samþykkir það óbreytt. For-
setinn hefir og sérstakan rétt til þess að fá umsögn
hæstaréttar um lög og lagabreytingar.
Þingið getur ákært forsetann um landráð fyrir hæsta-
rétti, ef ákæran er samþykkt með % atkvæða meirihluta.
Til breytinga á stjórnlögunum þarf samþykki þings,
kosningar og samþykki nýs þings með % atkvæða. Þó
getur þingið ákveðið með % atkvæða meirihluta, að bráð
breyting á stjórnlögunum sé nauðsynleg, og má þá breyta
þeim á einu þingi með % atkvæða meirihluta.
ÞÝZKALAND.
Rétt þykir að geta hér um nokkur atriði úr stjórnlög-
um Þýzkalands, þeim er giltu, áður en nazistar komu
til valda.
Fyrir ófriðinn 1914—1918 var Þýzkaland eins og kunn-
ugt er sambandsríki nokkurra allsjálfstæðra ríkja, er
hvert um sig hafði sérstakan þjóðhöfðingja og þing. En
fyrir sambandsríkinu var keisari, er jafnframt var kon-
ungur stærsta ríkisins, Prússlands, og hafði hann sér við
hlið þing, er fjallaði um sameiginleg mál ríkjanna, án
þess þó að um þingræðisstjórn væri að ræða. Þegar keis-
arinn flýði land 1918, var uppreisn í Þýzkalandi og innan-
landsófriður. Er nokkur friður var kominn á, var þann
10. janúar 1919 kosið almennum kosningum til þjóðfund-
ar, sem kom saman í Weimar 6. febrúar sama ár. Þjóð-