Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 104
102
Hér á landi er strjálbýlið í sveitum meira en víða
annarstaðar og þorpsbyggð í sveitum hefir ekki verið
til. Er það því erfitt viðfangsefni frá fjárhagshlið-
inni skoðað að koma upp almenningsveitum í sveitum
hér á landi.
1922 var gerð áætlun um rafveitu Borgarfjarðar-
og Mýrasýslu (birt í Tímariti V.F.Í. 1923). Var hugs-
að, að kerfið yrði lagt um sýslurnar allar út frá mið-
stöð við Andakílsfossa. Þá var talið, að mannfjöldinn
í sveitum væri 3023 manns og í kauptúnunum Akra-
nesi og Borgarnesi 1300 manns. Samtals 4323 manns.
Kerfið var eins og lýst er í 3. töflu.
3. tafla.
Nafn línu. Lengd Mannfjöldi í sveit á Mannfjöldí alls á
línu. hvern km. hvern km.
Borgarfjarðarlína 34 7,6 19,4
Akraneslína 96 6,3 15,9
Hafnarlína 21 6,3 6,3
Hvalfjarðarstrandarlína 22 4,4 4,4
Skorradalslína 25,5 3,2 3,2
Hestlína um Lundareykjadal og Plókadal 87 4,0 4,0
Hvítársíðulína og Reykjadalslína 82,5 4,9 4,9
Stafholtstungu- og Þverárhlíðar- lína 57,7 5,7 5,7
Norðurárdalslína 47,3 4,4 4,4
Mýralínur 170,5 3,3 3,3
Samtals........ 644 4,7 6,7
Núna myndi Borgarneslínan hafa um 25 manns
til jafnaðar á km. með íbúum Borgarness, og Akra-
neslínan rúmlega jafnmikið, hinsvegar er breytingin
við aðrar línur nær engin. Spennistöðvafjöldinn í
þessu kerfi var áætlaður 287 eða ein spennistöð á
hverja 2,25 km. línu. Bæjafjöldinn var talinn 391
með um 431 eldhúsum (býlum) eða 1,37 bær- á hverja
spennistöð (eða 1,5 eldhús).
I áætlun Rafmagnseftirlits ríkisins um rafveitur út