Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 37
37
skapar og framleiðir, og því má auðkenna þetta vitræna
orsakasamhengi með þeim orðum, að orsökin, hinn hug-
kvæmi maður, finni upp og framleiði verkunina: Causa
invenit effectum.
Ég þykist nú hafa fært nokkur rök að því, að orsaka-
samhengið sé bæði miklu sveigjanlegra og margbreyti-
legra en menn áður hafa haldið það vera, og að það gefi
manninum allt það svigrúm, sem hann þarfnast til þess
að láta ýmislegt þarft, nýtilegt og gott af sér leiða, ef hann
brestur ekki þekkingu, tækni og góðan vilja til þessa. En
þá kynni einhver að lokum að vilja spyrja: Hví og að hve
miklu leyti er maðurinn ábyrgur gerða sinna? —
Þessu er í rauninni fljótsvarað. I fyrsta lagi hefir hann
nokkurri eigin orku og eigin vilja yfir að ráða, er hann
getur andæft með utan að komandi áhrifum og framkvæmt
með það, sem hann hefir tök á og krafta til. Hann finnur
eins og skáldið segir — „hitann í sjálfum sér og sjálfs sín
kraft til að standa á mót.“ I öðru lagi velur hann sjálfur
sjónarmið þau og markmið, er hann kýs að fara eftir og
stefna að í lífi sínu og starfi. f þriðja lagi ræður hann
nokkurn veginn sjálfur, ef hann hefst handa upp á eigin
býti, hvaða ráðum hann ræður, hvaða leiðir hann fer og
hvaða tækjum hann beitir. Hver ætti þá frekar að bera
ábyrgð gerða hans en sjálfur hann? - Hann er orðinn sjálf-
stæð, viti borin vera. Og hafi hann náð nægum siðferði-
iegum og andlegum þroska, ætti hann að vera orðinn þess
megnugur að leiða sjálfan sig og sjá sjálfum sér siðferði-
lega og andlega farborða. Og sé þá eitthvað verulegt í
manninn spunnið, getur hann gerzt höfundur nýrra fjár-
hagslegra, menningarlegra, siðferðilegra og andlegra verð-
mæta eða þá brautryðjandi þeirra með lífi sínu og starfi.
En — ultra vires nemo obligatur — enginn er ábyrgur um
orku fram! —