Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 25
25
en farið er að lýsa því, í hverju og að hve miklu leyti þau
eru hvert öðru frábrugðin.
Þá er menn tala um orsök og verkun, hugsa menn sér
jafnaðarlegast orsakasamhengið miklu einfaldara en það í
raun réttri er. Venjulegast er það flókið og margþætt
starfskerfi starfrænna og þolrænna krafta, er hafa ýms-
ar verkanir í för með sér, er framleiða einhvern árangur,
en hann hefir aftur sínar afleiðingar í för með sér, og svo
koll af kolli. En í sem stytztu máli má lýsa því þannig:
Orsakasamhengið
ýmisskonar
afleiðing-ar
( consequentia).
Ýmisskonar undanfarar eru oftast nær skilyrði fyrir
því, að hinn eini óhjákvæmilegi undanfari, orsökin, orki
á það, sem henni er ætlað, og er orsökin sjálf þá að ein-
hverju leyti aflræn (dynamisk). Hún orkar á hlut þann
eða persónu, sem henni er stefnt að eða hún nær til, en
þá hefst hið eiginlega orsakasamhengi, sem jafnaðarlegast
er fólgið í starfrænni og þolrænni samverkan orsakar
við hlut þann eða persónu, sem orkað er á. En — vis
agendo consumitur — jafnskjótt og hin aflræna orsök
hefir eyðzt eða gengið upp í verkaninni, næst einhvers
konar jafnvægi eða meðallag, er vér nefnum árangur verk-
anarinnar, en sá árangur getur aftur haft fjarlægari af-
leiðingar í för með sér og gefið jafnvel tilefni til nýrra og
nýrra atvika eða athafna. Þetta á jafnt við um það, hvort
steinn fellur til jarðar, maður særist holundar sári eða
hann hefst sjálfur handa til þess að framkvæma eitthvert
áform sitt. En þá notar hann þó hið vefræna orsakasam-
hengi líkama síns og hið vélræna orsakasamhengi ytri
tækja til þess að koma áformi sínu í framkvæmd. Orsaka-
samhengið verður því nokkuð flóknara og f j ölþættara, eftir
því sem ofar dregur, og þó nokkuð með sínum hætti sitt á
hverju sviðinu, því vélræna, vefræna og vitræna, eins og
nú skal sýnt fram á í köflum þeim, sem hér fara á eftir.
Undanfarar
og skilyrði
( antecedentia)
starfrænar
orsök og þolrænar árangur
1(causa) verkanir ( causalitas) (effectus)