Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 102
100
þessara héraðsorkuveitna, væri það verkefni fyrir sýsl-
urnar í félagi við kaupstaðina ýmist ein eða fleiri
sýslur saman eftir aðstöðunni, sem þær hafa um orku-
vinnslu. En sem verkefni eins eða fárra hreppa sam-
an yrði ekki náð frambúðartilhögun, nema á fám stöð-
um, aðallega í Skaftafellssýslunum, utan til á Snæ-
fellsnesi og á þeim stöðum, þar sem sýsluveitan nær
yfir í hreppa úr nágrannasýslunum eða kaupstað. Það
sem hér er átt við með forgöngu héraðanna, er eink-
um um framkvæmd orkuveitunnar sjálfrar innanhéraðs
og sérvirkjun á vatnsafli innan héraðs. En um lagningu
aðallína, aðalspennistöðva, er fá orkuna frá virkjun
utanhéraðs, svo og um sameiginlega orkuvinnslu fyrir
tvö eða fleiri orkuveitusvæði er öðru máli að gegna.
Þar getur auk félagsmyndunar nokkurra sýslna og
kaupstaða, eins vel komið til greina, að ríkissjóður
hafi framkvæmdir með höndum. Mætti ætla, að af-
staðan milli hreppa og sýsina um innanhéraðs veit-
urnar væri nokkuð hliðstæð í því efni afstöðunni milli
sýslna og ríkissjóðs um aðalveiturnar.
En svo er það þó eigi að öllu leyti. Þar sem þannig
hagar til, að eðlilegt er, að sýsla sé ein um orkuveitu sína
innanhéraðs og sérvirkjun einnig, þegar um hana er að
ræða, getur hún einnig vel annast um að setja sam-
band til nágrannaorkuveitu með aðallínu og aðal-
spennistöð, hvort heldur er til öryggis eða í því skyni
gert að kaupa eða selja raforku um aðallínuna, þótt
enginn félagsskapur sé á milli nágrannaveitnanna ann-
ar en samningur um gagnkvæm viðskipti. Þetta á þó
ekki við alstaðar jafn vel. Ef þannig hagar til, að
þessi aðallína þyrfti einnig að verða flutningaleið til
annarra orkuveitusvæða, geta orðið örðugleikar á að
koma því vel fyrir, nema fleiri orkuveitusvæði sam-
einist í eitt félag eða ríkissjóður komi til aðstoðar.
Á Suðvesturlandi er þetta undirbúið þannig, að Sogs-
virkjunin, sem er sérstakt fyrirtæki, er aðeins hefir
orkuvinnslu með höndum ásamt orkuflutningi um aðal-
línu og selur raforkuna aðeins í heilu lagi úr aðal-