Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 15
15
sömu verkanir, heldur þannig, að viss sennileiki sé fyrir
því, að einu vindi frekar fram en öðru.
Árið 1917 tók Einstein Plancks kenningu, sem hann
hafði veitt ótrautt fylgi frá upphafi, upp að nýju og komst
þá að þeirri niðurstöðu, að sama orsök, A, virtist geta
haft nokkuð mismunandi verkanir, eftir því sem á stæði,
B, C eða D í för með sér, þannig, að aldrei væri unnt
að segja fyrir með fullkominni vissu, heldur aðeins með
meiri eða minni sennileik, hverju fram kynni að vinda í
hverju einstöku falli.!1)
Eins og menn sjá, eru það ekki all-litlar breytingar,
er orðið hafa á heimsskoðun vísindanna frá því um síð-
ustu aldamót, og eru þær þó ekki nærri allar taldar hér.
Eg ætla nú í því, sem á eftir fer, aðeins að halda mér
við eina þeirra, og færist þó þar með all-mikið í fang,
sem sé hugmyndir þær, er menn síðan hafa gert sér um
sjálft orsakasamhengið.
III. SENNILEIKAKENNINGIN.
Þá er hinn mikli stærðfræðingur L a p 1 a c e (t 1827) var
að reikna út gang himintunglanna í hinu fræga riti sínu
Mechanique céleste, lét hann sér einu sinni þau
orð um munn fara, að alveg eins og menn löngu fyrir
fram gætu reiknað út sólmyrkva og tunglmyrkva, eins
ættu menn, ef þeir þekktu allt ástand heimsins á líðandi
stund, að geta reiknað út, hvernig það yrði eftir ár og
aldir, því að allt hefði sínar orsakir og sömu orsakir
hefðu jafnan sömu verkanir.
En nú kveður við annan tón í vísindunum. Síðan frum-
eindir efnanna leystust upp í kerfi af örsmáum rafeindum,
aðlægum og frádrægum, og síðan menn fóru að reyna að
ákveða stöðu og hraða þessara rafeinda, varð allt eins
og á hverfanda hveli, því að rafeindir þessar haga sér
svo og eru svo viðkvæmar fyrir öllum breytileik umhverf-
isins, styrkleika ljóss þess, sem á þær fellur o. s. frv.,
1) Sbr. Jeans: Sama rit, bls. 20.