Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 88
88
Það getur oft verið gleggra til yfirlits að aðskilja
raforkuvinnsluna í rafstöðvunum frá rafveitunum, þeg-
ar gera þarf samanburð um fjárhagsafkomuna, því
að þá má betur sjá, í hverju mismunurinn liggur,
þegar fjárhagsafkoman verður mismunandi.
Við raforkuvinnsluna miðast söluverð raforkunnar
við það, að rafstöðin þarf að hafa 4,2 % af stofnkostn-
aði árlega fyrir viðhaldi, gæzlu og þessháttar gjöldum,
og auk þess 5,4% til greiðslu vaxta og afborgana
af stofnkostnaðarlánum. Með því söluverði þarf rafstöð-
in að selja orkuna við stöðvarvegg í orkuveitu þá,
er við stöðina er tengd. Sé sú orkuveita athuguð sér-
staklega sem ein fjárhagsheild, þarf hún að hafa árs-
tekjur fyrir orkukaupunum og auk þess 9,6% af stofn-
kostnaði veitunnar sjálfrar fyrir öllum öðrum rekst-
urskostnaði. Þessi 9,6% af stofnkostnaði veitunnar eru
þau gjöld, er bætast ofan á innkaupsverð orkunnar eins
og það er við stöðvarvegg rafstöðvarinnar fyrir orku-
flutninginn um veituna, og ákveður hvorttveggja sam-
an söluverð orkunnar úr veitunni, hvort sem orkan er
seld beint úr veitunni til notendanna eða í aðra veitu.
í eftirfarandi 2. töflu er reiknaður út tilkostnaður
rafveitu, sem telja má mesta leyfilegan tilkostnað, ef
hún á að vera fjárhagslega sjálfstæð samkvæmt fram-
ansögðu og er miðað við mismunandi orkuverð og
orkukaup. Á línuriti á 6. mynd er sýnd útkoman í
töflunni. Tilkostnaðurinn er miðaður við mann hvern
á orkuveitusvæðinu.
Á línuritinu á 6. mynd sést, að með tilteknu verði á
hverju árskw., sem keypt er inn, má leggja meira í
tilkostnað orkuveitunnar, því meiri sem notkunin er,
upp að vissu marki, en vaxi notkunin fram yfir það,
þyrfti tilkostnaður að lækka, ef veitan á að haldast
fjárhagslega sjálfstæð. Því hærra sem innkaupsverð
orkunnar er, þess fyrr næst það stig notkunar, að
mesta leyfilegum tilkostnaði verði náð. Á línuritinu
er dregin lína gegn um leyfilegan hámarkstilkostnað
veitu eftir orkuverðinu. Með verðlaginu fyrir núver-