Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 93
að hafa hentuga spennu á línum veitunnar, en það fer
mjög eftir staðháttum og þeirri þróun, sem átt hef-
ir sér stað í raforkuveitum, sem starfað hafa. Veitur,
sem byrjað hafa smáar, með lágri spennu, en hafa
vaxið, þurfa einkum að auka spennuna í héraðsveit-
unni, eða háspennta innanbæjarkerfinu, en það veldur
oft miklum erfiðleikum vegna veitukerfis þess, sem fyr-
ir er. Þegar um nýjar veitur er að ræða, er valið
miklu frjálsara, en er þó að miklu leyti bundið við
búnað þann og tæki, sem á boðstólum eru hjá raf-
tækjasmiðjunum. Það er ekki ætlunin að gera hér
nánari grein fyrir því, hvernig spenna héraðsveitu
verður ákveðin, því nægja mun að skýra frá nokkurri
reynslu um það efni, er bent getur á leiðina, sem
fara ber hér á landi. í smáum, þéttbýlum löndum,
svo sem Hollandi, Danmörku o. fl., er 10000 volta
spenna algeng í héraðsveitum, og háspennt kerfi smá-
borga hefir oft lægri spennu. í stærri löndum og strjál-
býlli, er spennan hærri, t. d. í Svíþjóð og Noregi eru
20000 volt algeng nú orðið. Þar er meiri þörfin fyr-
ir miklu víðáttumeiri héraðsveitur, og er því leitazt
við að hafa spennuna eins háa og tæknin leyfir, en
það, sem setur skorður við hækkun spennunnar, eru
erfiðleikarnir á að afspenna rafmagnið í einu stigi,
niður í notkunarspennuna, með hóflegum kostnaði á
notkunarstöðinni. Þetta sjónarmið um sem hæsta spennu
í héraðsveitum, á þó einkum við þar, sem byggð er
dreifð um stór svæði. Sé byggðin hinsvegar mest í smá-
borpum, með auðum svæðum á milli, getur hagfeld-
asta veitan orðið sú, að hafa héraðsveiturnar smá-
ar, jafnvel eina fyrir hvert þorp eða fá nágranna-
þorp, og verður þá líkt ástatt og innanbæjar væri í
borgum. Er þá spennan í héraðsveitunum höfð eftir
því oft töiuvert fyrir neðan 10000 volt. Er þessi til-
högun algeng t. d. í N.-Ameríku.
í stórborgum og iðnaðarhéruðum, þar sem byrjað hef-
ir verið með héraðsveitu með 10000 volta spennu eða
lægri, hefir hún smám saman orðið ónóg, og hefir