Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 65
65
gert þær ráðstafanir innanlands, er með þarf til að halda
uPpi friði og reglu. Suma æðstu embættismenn velur og
þingið, t. d. yfirmann hersins.
Ríkur og þýðingarmikill þáttur í stjórnskipun Sviss er
»jög rúmur réttur þegnanna til þess að eiga frumkvæði
að lögum og hafa bein áhrif á lagasetninguna á þann
hátt, að þjóðaratkvæði fari fram.
Til breytingar á stjórnlögunum þarf þjóðaratkvæði,
er meirihluti kjósenda taki þátt í, enda samþykki meiri-
hluti þeirra breytinguna. En auk þess verður að vera um
að ræða meirihluta kjósenda, er þátt taki í atkvæða-
Sreiðslunni í meirihluta kantónanna.
Annars eru allflóknar reglur um breytingar á stjórn-
lögunum. Ef um er að ræða heildarendurskoðun, getur
hún náð fram að ganga, ef báðar deildir þingsins eru
sammála og hún samþykkt með þjóðaratkvæði eins og
áður segir. Sé önnur deild þingsins á móti eða óski 50.000
kjósendur þess, skal þjóðaratkvæði skera úr um, hvort
eudurskoðun skuli fram fara eða ekki. Sé endurskoðun
samþykkt, fara nýjar þingkosningar fram, og sker þá
hið nýkjörna þing úr um endurskoðunina.
Sé aftur á móti um einstakar breytingar að ræða, get-
ur þingið gert þær, en leita þarf þó þjóðaratkvæðis eins
°g fyrr getur. Þá geta 50.000 kjósendur átt frumkvæði
að breytingum, annaðhvort með almennt orðaðri tillögu
eða tillögu í frumvarpsformi. Taki þingið almenn til-
^iæli til greina, fer þjóðaratkvæði fram um þau. En séu
tillögurnar í frumvarpsformi, tekur þingið þær til með-
ferðar og getur þá samþykkt þær, breytt þeim eða fellt
bær. Þjóðaratkvæðis skal þó leita, og skal það einnig ná
«1 þeirra tillagna, sem kjósendur báru fram. Geta þannig
tvær stjórnlagabreytingar orðið bornar undir þjóðar-
atkvæði samtímis, og fær sú gildi, sem meirihluta fær
ytf atkvæðagreiðsluna, sbr. að framan. Stjórnlagabreyt-
lug getur því náð fram að ganga með þjóðaratkvæði án
samþykkis þingsins.
5