Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 21
21
in út úr radium-frumeind, lætur eftir sig slóð af fareindum
(ions), ef hún fer um einhverja lofttegund. Með því að
hleypa raka inní lofttegundina og láta hana þenjast út,rétt
eftir að þessar fareindir eru komnar í ljós, myndast vatns-
dropar utan um fareindirnar. Sé nú sterku ljósi varpað á
þetta, er unnt að sjá og Ijósmynda þessa fareindaslóð, og
kemur hún þá í ljós sem björt rák á dökkum grunni. 1
sjálfu sér er ómögulegt að segja fyrir augnablik það, er
alpha-eindinni er varpað út úr radium-eindinni. Það myndi
vera algerlega gagnstætt kenningum hinnar nýrri eðlis-
fræði að ætla, að vanmegun vor að segja slíkt atvik fyrir
stafaði beint af vanþekkingu vorri á skilyrðunum í um-
hverfi þessarar sérstöku eindar. Sennileikaiögmálið krefst
þess, að jafnvel þótt þessi skilyrði væru kunn og fast-
ákveðin, myndi bæði tíminn fyrir útvarpi þessarar alpha-
eindar, svo og stefna hennar, vera rétt undir kasti komin
og því alveg ófyrirsjáanleg, að því er hverja einstaka eind
snertir.
Fyrirbæri þau, er koma í Ijós í þokuhylki Wilson’s rétt
á eftir útgeislan radium-eindarinnar, eru greinileg fráviks-
fyrirbæri. Þetta einstaka kvantum-atvik hafði það í för
með sér, að óteljandi þúsundir smávatnsdropa mynduðust,
en það gerði slóð alpha-eindarinnar sýnilega og leiddi til,
að unnt var að sýna hana á ljósmynd. Nú getur slóð þessi
sýnt eitthvert óvenjulegt tilbrigði, er vekur alveg sérstaka
eftirtekt vísindamanna. Hún getur t. d. sýnt eilitla brota-
löm, sem ber vott um, að alpha-eindin hafi rekizt á kj arna
í einhverri af sameindum lofttegundarinnar. Ljósmyndin
er gefin út; hún veldur deilum meðal vísindamanna, er
kostar þá' þúsundir vinnustunda; og hún getur tafið ein-
hvern einn þeirra frá að ná lestinni heim til sín, sem hann
annars hefði getað farizt með í járnbrautarslysi. Slík
dæmi, sem eru því nær óteljandi, sýna, að eitt ófyrirsjáan-
legt orkuskammts-atvik getur haft áhrif á gang og sögu
mannlífsins." —
Höf. tilfærir síðan ýmis dæmi þessara fráviks-fyrirbæra,
eins og t. d. krystalsmyndun í kældum vökva; hina sjald-
gæfu krystalsmyndun glycerins við 64°F, og vandræði