Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Qupperneq 51
51
anna gagnvart þinginu, og ráðherra, sem útnefndur hefir
verið, getur setið óáreittur, meðan forsetinn treystir hon-
Um, þótt þingið treysti honum ekki. En af þessu er ljóst,
að reglunni um valdgreiningu er stranglega fylgt og verð-
ur enn ljósara, þegar. þess er gætt, að forsetinn hefir
engan beinan frumkvæðisrétt til lagasetningar og ekki
önnur bein áhrif á hana en þau, að staðfestingar hans
þarf með. Synjunarvald hans er þó aðeins frestandi, þann-
ig að fallist hann ekki á lagafrumvarp, sem þingið hefir
samþykkt, getur hann endursent þinginu það með athuga-
semdum sínum, og verður það þá því aðeins að lögum, að
það sé samþykkt á ný óbreytt með % meirihluta í báðum
deildum. Er þetta að vísu þýðingarmikill réttur, því að
varla kemur til þess, að forseti hafi ekki fylgi meira en
V3 hluta hvorrar deildar.
Þótt forsetinn taki þannig engan þátt í þingstörfum,
getur hann sent þinginu boðskap sinn eða flutt hann þar
niunnlega, en afstöðu þingsins til slíks boðskapar ræður
þingfylgið. Forsetinn getur ekki rofið þingið, og það
kemur venjulega saman og lýkur störfum án hans til-
verknaðar. Hann hefir þó vald til þess að kalla saman
báðar deildir þingsins eða aðra þeirra, þegar sérstaklega
stendur á. Heimildin til þess að kalla saman aðra deild
þingsins, sem er mjög sjaldgæf, á rót sína að rekja til
þátttöku þingsins í framkvæmdarvaldinu, t. d. áður-
nefndri þátttöku senatsins í utanríkismálum og embætta-
veitingum.
Vald forsetans og áhrif velta að sjálfsögðu mjög á því,
hvort hann hefir þingmeirihluta. En þótt forseti hafi
ekki slíkan meirihluta, getur hann engu að síður setið
lögboðið kjörtímabil sitt og fer með það vald, er lög
ákveða.
Um breytingar á stjórnlögum Bandaríkjanna eru þær
veglur, að þingið getur átt frumkvæði að þeim, ef %
hlutar atkvæða beggja þingdeilda samþykkja. Slíkt frum-
kvæði geta og % löggjafarþinga hinna einstöku ríkja
átt, enda séu þá og sérstakir þjóðfundir kallaðir saman
til þess að orða breytingarnar nánar. En gildi fá slílcar
4*