Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 19
19
Nobelsverðlaunamaðurinn Irving Langmuir kemst
svo að orði í grein einni, er hann reit í tímaritið Nature, 6.
marz þ. á. og nefnir „Vísindi, heilbrigð skynsemi og hátt-
prýði“ i1) „Samkvæmt sennileika-lögmálinu, sem nú virðist
kornið sæmilega vel á laggirnar, er það frekasta, sem unnt
er að segja um framtíðar-hreyfingu einhverrar vissrar
frumeindar eða rafeindar, að nokkur sennileiki sé fyrir
því, að hún hagi sér á einhvern vissan hátt. Sennileikinn
verður því að grundvallar-atriði í hverri einfaldri efnarás.
En með því að breyta skilyrðunum í umhverfi einhverrar
ákveðinnar frumeindar, með því t. d. að breyta kraftinum,
sem orkar á hana, getum vér breytt þessum sennileik. í
mörgum tilfellum getur sennileikinn orðið svo mikill, að
því nær full vissa sé fyrir, að ákveðinn árangur náist. En í
mörgum mikilvægum tilfellum verður óvissan yfirgnæf-
andi, eins og þegar menn varpa mynt á gólf. Og árangur-
inn af lögmálum hinnar nýrri eðlisfræði hefir orðið sá,
að afmá því nær með öllu trúna á óskeikulleika orsaka-
lögmálsins.
En hvernig hafði þá hin eldri eðlisfræði komizt að svo
ákveðnum og strengilegum lögmálum? Einfaldasta svarið
er, að hinir eldri eðlisfræðingar hafi valið sér að viðfangs-
efni einmitt þau rannsóknarsvið, sem hétu beztum árangri.
En tilgangur vísindanna er yfirleitt sá, að uppgötva lög-
mál náttúrunnar. Þeir höguðu því helzt tilraunum sínum
á þá leið, að þeir gætu fundið þessi lögmál; það var það,
sem þeir voru að skyggnast eftir. En þetta tókst þeim
helzt með því að athuga þau fyrirbæri, er hvíldu á atferli
óumræðilega margra frumeinda, fremur en á atferli hverr-
ar einstakrar frumeindar. Með þessu móti hurfu afleið-
ingarnar af atferli hinna einstöku frumeinda inn á meðal
háttsemi þeirra allra og urðu ómerkjanlegar. Vér höfum
mörg auðskilin dæmi þesarar meðallags-útkomu: dauði
hvers einstaks manns verður venjulegast ekki sagður fyrir,
en meðal-dánartölu manna á vissum aldri má fara mjög
nærri um.
1) Nature, No. 3827, Science, Common Sense and Decency.
2*