Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 12
12
verunni og mannlífinu og gert það að verkum, að nú má
líta á manninn sem virkan þátt í tilverunni og sem sið-
ferðilega ábyrga persónu, er beri ábyrgð á lífi sjálfs sín
og annarra og beri því að lifa því sem bezt, sjálfum
sér og öðrum til heilla og nytsemdar.
II. ALDAHVÖRF í ANDANS HEIMI.
Vísindin, engu síður en trúin, hafa sínar kennisetn-
ingar, sem mönnum er ætlað að trúa og treysta á. Þannig
var það jafnaðarlega brýnt fyrir ungum menntamönn-
um, er voru að Ijúka háskólanámi sínu í lok 19. aldar, að
ekki mætti efast um vissar kennisetningar vísindanna,
svo sem þá, að frumefnin væru eilíf og óumbreytanleg;
að orkan streymdi jafnan í samfelldum straumi frá æðra
megini til hins lægra, eins og þegar hiti streymir úr heit-
ara herbergi yfir í annað kaldara. Ekki bæri heldur að
efast um, að vér byggjum í þrívíðu rúmi, og að það, sem
vér nefndum tíma, væri alveg sérstakur þáttur tilver-
unnar. Loks bæri að trúa staðfastlega á tvö höfuðlögmál
vísindanna, lögmálin um viðhald orku og efnis. En um-
fram allt bæri að treysta því, að sömu orsakir hefðu
jafnan sömu verkanir.
En þegar fyrir aldamótin 1900 var eitthvað farið að
kvisast um, að geislandi efni eins og t. d. þyngsta frum-
efnið, uranium, geislaði frá sér orku og gæti leyst upp
smátt og smátt í önnur léttari frumefni. Og eitthvað var
farið að skrafa um svonefndar rafeindir, er væru allt að
því tveim þúsund sinnum léttari en léttasta efniseindin.
Og 19. öldin, öld hinnar vélrænu heimsskoðunar um, að
eitt ræki annað sem hjól í vél, hafði rétt aðeins enzt til
þess, að menn kæmust að raun um, að viss fyrirbæri eins
og geislan, en þó einkum aðdráttaraflið sjálft, yrði alls
ekki skýrt á vélræna vísu. Þótt einstaka heimspekingi
kynni að detta eitthvað annað í hug, var hver meðalgreind-
ur vísindamaður þá þegar orðinn sannfærður um, að ekki
væri unnt að búa til neitt vélrænt líki þess, er líkti ná-
kvæmlega eftir loga kertaljóssins eða falli eplisins til jarð-