Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 24
24
iens). Af þessu sést, að til muni vera ýmis afbrigði or-
sakasamhengis, enda er það svo, en þó mun nú ekki nauð-
synlegt að gera sér nánari grein fyrir nema þrem helztu
afbrigðunum.
Eftir þeirri þekkingu, sem menn nú hafa aflað sér á
náttúrunni og mannlífinu, virðist mega greina að minnsta
kosti þrjú afbrigði orsakasamhengis. Fyrst er hið vél-
ræna (mekanislca) orsakasamhengi, er aðallega virðist
eiga sér stað í hinni lífvana náttúru, þar sem eitt ýtir við
öðru á alveg vélrænan hátt, eða eitt tengist öðru í ákveðn-
um hlutföllum orku og efnis, eða eitt kemur í annars stað
og jafngildir því að einhverju eða öllu leyti. Þá er hið
vefræna (organiska) orsakasamhengi, er á sér stað í
líkömum lifandi vera og er fólgið í endurnæringu, vexti
og æxlun, er skapar nýjan einstakling í mynd sinnar teg-
undar, og er því að vissu leyti mjög frábrugðið hinu vél-
ræna orsakasamhengi. Loks er hið vitræna (teleo-
logiska) orsakasamhengi skyni- og skynsemi gæddra vera,
sem verður til fyrir það, að þær ýmist skynja eða hugsa
sér eitthvert markmið, er þær síðan keppa að, eða hefj-
ast handa um eitthvað, er þær fyrst hafa hugsað sér, er.
síðan framkvæma með því að beita hinu vélræna og vef-
ræna orsakasamhengi til þess að koma því í verk. Orsaka-
sambönd þessi virðast taka við hvert af öðru í ríki nátt-
úrunnar og mannlífsins. En með því nú að orka og efni
verða fyrst til, kemur og hið vélræna orsakasamhengi
fyrst til sögunnar, þá hið vefræna í lífsstarfi jurta og dýra,
og loks hið vitræna hjá skyni og skynsemi gæddum verum.
Mætti ef til vill rekja þessi afbrigði orsakasamhengisins
úr einu í annað, en þess verður ekki freistað hér, nema þá
að mjög litlu leyti. Aftur á móti þykir rétt að lýsa nokkuð
sérkennum þeirra hvers fyrir sig, svo að menn sjái, að hér
er um all-veruleg afbrigði að ræða, sem þó haldast í hendur
og taka við hvert af öðru til þess að mynda eina tilveru-
heild, þar sem orka og efni mynda undirstöðuna, en líf og
andi hinar æðri tilverumyndir.
Rétt þykir þó að lýsa fyrst því, sem virðist sameigin-
legt fyrir þessi þrjú afbrigði orsakasamhengisins, áður