Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Page 109
107
hafa veriS, þannig að héraðsveitan getur legið ýmist
beint úr aflstöðinni eða frá aðalspennistöð stórra not-
enda, svo sem Reykjavík og Akureyri. En án þessara
kaupstaða yrði örðugra um héraðsveitur út á Reykja-
nes eða út með Eyjafirði. En það bendir aftur til
þess, að leiðin til þess að fá orkuna sem ódýrasta
í héraðsveiturnar er sú að koma upp mikilli og ó-
dýrri notkun í kaupstöðunum og stærri kauptúnum.
Við það skapast möguleikinn fyrir ódýrri raforku í
héraðsveitur, sem vel liggja við.
8. EFTIRMÁLI
Hér að framan hefir verið stiklað á stóru í sumum
atriðum. Er þetta mál allt of umfangsmikið til þess, að
unnt sé að gera því full skil í einu erindi slíku sem
þessu, enda þótt aðeins séu tekin nokkur fjárhags-
atriði út úr.
Þau atriði, sem hér hafa verið rakin, eru ekki neitt ný-
mæli. Allar áætlanir, sem gerðar hafa verið um héraðs-
veitur á undanförnum árum, hafa sýnt sömu útkomu.
Bæði þær, er gerðar voru fyrir 20 árum um virkjun Anda-
kílsfossa, og þær, er gerðar hafa verið að tilhlutun raf-
orkumálanefnda, er starfað hafa öðru hverju síðan.
Um þær héraðsveitur, er hafa skilyrði til að starfa
á fjárhagslega sjálfstæðum grundvelli á við að fylgja
gömlu austurlenzku máltæki, er segir, að vilji maður
fara upp á fjall, verður hann að leggja af stað,
ganga að fjallinu og síðan upp hlíðina. Vera kann,
að þær héraðsveitur, sem hægt yrði að ráðast í og
reka sem fjárhagslega sjálfstæðar, yrðu ekki víðáttu-
miklar fyrst í stað, en þó væri með þeim stigið mik-
ilsvert spor í rafveitumálum hér á landi.
Um þær veitur, er ekki geta starfað sem fjárhags-
löga sjálfstæð fyrirtæki, verða önnur sjónarmið að ráða,
sem ekki er hægt að rekja til neinnar hlítar í stuttu
erindi. Enda er það mál fyrir sig.