Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 27
27
þær, sem nú eru, eftir að skína um billíónir ára. Þó rekur
að því jafnt og þétt, að sólirnar eyðist og skin þeirra
dofni og að þær, um það er lýkur, verði að dimmum, út-
brunnum hnöttum. En þá er fyrir löngu öllu lífi lokið á
jarðstjörnunum, segja vísindin.
Er það þá þetta, sem koma skal ? — Stefnir allt að hel-
króknan, aldeyðu? — Eða slær geislaorkunni aftur niður
einhvers staðar í himingeimnum, þar sem hún tekur að
mynda nýjan efnivið í nýja heima? Um þetta getur eng-
inn sagt neitt með neinni vissu að svo komnu, en frekar
eru vísindin á því, að allt stefni að helkróknun.
Þannig segir Jeans, að tilgáta sú, að orkan breytist aftur
í efni, stríði á móti 2. höfuðlögmáli hitafræðinnar um
hitadreifinguna og minni of mjög á „eilífðarvélina" til
þess, að því verði trúað.1) Sjálfur lætur hann þó litlu síðar
„guðs fingur“ snerta við efninu og segja: Verði ljós! —
En gæti þá ekki guðs fingur jafnt lokað orkuna inni í efn-
inu, eins og hann getur látið hana streyma út frá því? —
Annars er margt, sem bendir til, að ljósorkan geti aftur
snúizt upp í efni og meðal annars þetta: 1., ef ákveðinn
massi efnis leysist upp í ákveðið geislamagn og hitaorku,
því skyldi þá ekki hið orkuþrungna geislamagn, að hita-
orkunni frádreginni, aftur geta snúizt upp í hina fyrri
mynd sína, efnið? Hví skyldi ekki hinn frjálsi ljósstafur
aftur geta orðið að orkusveip innan frumeindarinnar, og
það því fremur sem hver einstök rafeind getur nú þegar
birzt ýmist sem Ijósstafur eða orkusveipur? — 1 2. lagi
er því ekki þannig farið, að sjálft alkulið sé gersneitt allri
orku. Samkvæmt Fermi2) er það aðeins ein rafeind í
hverju afmörkuðu loftrúmtaki, sem hefir orkuna núll;
hinar þrjár næstu hafa þegar einn orkuskammt, sex næstu
tvo o. s. frv., svo að rafeindaloft alkulsins hefir þrátt fyrir
allt allmikla orku til að bera og nefnist þetta því alkuls-
orkan. f 3. lagi er það vitað, að efniseindir, sem hafa
misst eina eða fleiri rafeindir, geta óðar en varir aflað sér
1) James Jeans: The Mysterious Universe, bls. 73, 74 og 78.
2) W. H. Westphal: Physik, 2te Aufl., Berlín 1930, bls. 538.