Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Blaðsíða 68
68
er getið, að þeir, sem með framkvæmdarvaldið fara, eru
kosnir af þinginu, en um venjulegt þingræði er þó ekki
að ræða. Hinn beini áhrifaréttur þegnanna á löggjöfina
er þar aftur meiri en víðast annars staðar, þótt þessi
réttur sé heimilaður í sumum stjórnlögum annarra landa,
t. d. Weimarstjórnarskránni.
VIII.
Þegar vér Islendingar erum nú með stjórnlagabreyt-
ingar á döfinni, meðal annars nýja skipun á þjóðhöfð-
ingjavaldinu, er sérstök ástæða til þess, að vér gerum oss
ljóst eðli og hlutverk þess valds, sem um er að ræða ráð-
stöfun á. Hættir annarra landa í þessu efni og reynsla
þar er mikilsvert atriði í því sambandi. Hér hefir því
verið gerð tilraun til að varpa nokkru Ijósi á þessi mál.
Það, sem um er að ræða, er í raun og veru, hvort fá eigi
þinginu lítt takmarkað vald og megináhrif á stjórnar-
farið eða halda þeirri valdgreiningu, sem verið hefir og
jafnvel auka hana. Álit milliþinganefndar í stjórnar-
skrármálinu ber þess ljós merki, að nefndin hefir horfið
að því að efla þingvaldið mjög og gera forsetann valda-
lítinn umboðsmann þess. Má í því sambandi meðal ann-
ars benda á, að til þess er ætlazt, að forsetinn verði þing-
kjörinn, en ekki þjóðkjörinn, að þingið geti vikið honum
frá, hvenær sem er, og að lög geti fengið gildi án stað-
festingar hans. Virðist forsetinn samkvæmt þessu að
ýmsu leyti vera líkt settur og ráðherra. En þá er vafa-
samt, hvort nokkurs forseta er þörf, þar sem gert er ráð
fyrir fullkomnu þingræði eins og verið hefir og óskertum
afskiptum Alþingis af framkvæmdarvaldinu að öðru leyti.
Hér skal enginn dómur lagður á þessar tillögur, en aðeins
bent á, að þær eru, eins og Ijóst er af framangreindu,
ekki í samræmi við fræðikenningar þær, sem lýðræðis-
skipulagið er sprottið af. Menn geta efast um gildi þeirra
kenninga og horfið frá þeim, en varhugavert sýnist þó,
að slíkt skref sé tekið, nema að rækilega athuguðu máli.
Þá athugun ber þeim aðila að framkvæma, sem úr-