Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Side 33
33
Þæging lífsþarfanna er aðalviðfangsefni allra lifandi
vera. Hún er í fyrstu ósjálfráð og óafvitandi, en verður
smámsaman sjálfráð og vísvitandi. Upp af þörfum manna
og málleysingja spretta fyrst ýmisskonar tilfinningar, er
nefna mætti lífskenndir, en upp af tilfinningunum tilhneig-
ingar og hvatir, er ýmist miða að því að þægja þörfunum
eða að flýja óþægindin. Þessar tilhneigingar eru í fyrstu
blindar eðlishvatir, sem hafa ekki neina hugmynd um
markmiðið, sem stefnt er að, en fara eftir skynferli sín-
um einum saman, þ. e. velja það eitt úr skynjunum sín-
um, sem þeim er þægilegast eða hentast í þann og'þann
svipinn, en forðast hitt, sem þeim er óþægilegt, og er
þetta svonefnt skynrænt val. En fyrir margfalda
endurtekningu verður eðlishvötin smámsaman að hugar-
hvöt, að fýsn, með hugmynd um takmarkið. Og þegar
fleiri slíkar hvatir koma upp í huga manns, er benda meira
eða minna hver í sína átt, fer fram svonefnt h u g r æ n t
v a 1 um það, hverri hvötinni beri helzt að þjóna. Og loks,
þegar einhver þessara hvata er orðin manni sérstaklega
hugstæð, fer maður að hugsa um tækin, eitt eða fleiri, og
aðferðirnar til þess að fullnægja henni. Verður hún þá
smámsaman að vitiborinni hugð með vísvitandi
v a 1 i milli tækja og aðferða til þess að ná settu marki;
en þá er einmitt hinn skynsemi gæddi vilji kominn til
sögunnar með skýrum og glöggum hugmyndum bæði um
takmörk og tæki.
Hvernig skynjun, kennsl og endurminning verði til
samfara vaxandi heilastarfsemi hefir reynzt ennþá tor-
ráðnari gáta og skal ekkert fullyrt um, hvað réttast sje
í þeim efnum, aðeins skýrt frá nýjustu tilgátum. — Áð-
ur hugsuðu menn sér tauga- og heilastarfsemina fólgna
í fremur grófgerðum efnabreytingum, og að sjálfsögðu eru
þær jafnan nokkrar eins og súrefnisneyzla frumanna
sýnir. En nú hugsa menn frekar í rafeindum, að rafeind-
ir geti skotizt til og frá milli efniseindanna, sezt á þær
og skilið við þær og ýmist aðskilið þær eða tengt á ýmsa
vegu, eða markað þær á annan hátt. Hugsa menn sér nú,
uð negatívur rafstraumur berist að skynfæri og taug og
3