Greinar (Vísindafélag Íslendinga) - 01.01.1943, Síða 98
96
neðar í Árnessýslu o. fl., en það myndi eigi breyta
miklu í dreifingu orkunnar til notendanna, því héraða-
veiturnar frá aðalspennistöðvunum, sem settar yrðu í
fyrstu, munu liggja óbreyttar, þótt aðalspennistöðv-
um yrði fjölgað með því að bæta þeim við, inn í
veitukerfið, til að létta órkufluttninginn. Fyrsta orku-
veitusvæðið, í Vík og um Mýrdalinn, myndi ekki á
fyrirsjáanlegum tíma fá aðalspennistöð tengda við orku-
veitusvæði 3, með aðallínu, sem þyrfti að vera einir
70 km. á lengd, heldur myndi það samband verða
línur hjeraðsveitukerfis frá aðalspennistöð 3, er teygðu
sig þetta langt austur eftir. En eins og áður er sagt,
mun orkuveitusvæðið verða talið öruggara með eigin
virkjun innan svæðisins. Er því líklegt að slík virkj-
un yrði gerð í Mýrdalnum fyrir þetta svæði, og það
yrði framan af alveg aðskilið frá orkuveitusvæði 3
fyrir vestan.
b. Vesturland.
Þá er komið að 5. orkuveitusvæðinu, er tekur yfir
Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu ásamt Akranesi
og Hnappadalssýslu, með aðalspennistöð við Andakíls-
fossa eða nálægt þeim. Suðurmörkin eru við Hval-
fjörð, væntanlega þannig, að byggðin í Hvalfjarðarbotni
væri talin til svæðisins og verða norðurmörkin í aðal-
atriðum Snæfellsnesf jallgarður, svo að Snæfellsnes sunn-
anvert myndi væntanlega að mestu verða talið einn-
ig með Hnappadalssýslu. Línulengdir á svæði þessu eru
yfirleitt um eða minni en 50 km., að undantekinni
línu út á Snæfellsnes, sem verður um 100 km. Kerfi
þetta mætti auka þannig, að það næði byggðinni norð-
anvert á Snæfellsnesi og yzt úti á nesinu. En þar sem
gnægð vatnsafls er þar fyrir, er sennilegt, að heppi-
legra yrði að hafa þar sérstakt orkuveitusvæði yzt á
nesinu, er þá yrði 6. svæðið, annað ef til vill um-
hverfis Stykkishólm, er yrði 7. svæðið, en innar á
nesinu að norðanverðu kæmi 8. svæðið, er einnig tæki
yfir Dalasýslu. Það mætti og teygja veitukerfið frá Borg-