Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 40
„leIðIN eR INNÁVIð OG UPPÍMÓTI“.
39
rænt umhverfi femínismans feli í sér stærri „íþróttavöll“ og þar með nýjan
vettvang til útrásar kvenna? Internetið veitir konum rými fyrir reiðina sem
þær hafa bælt í takt við lærða líkamsvitund þar sem þær hafa vanið sig á að
taka minna pláss í samfélaginu. konur nýta hið nýja, stafræna rými til þess
að beita líkama sínum í byltingarkenndum tilgangi í myllumerkjaherferðum
eins og #freethenipple sem felur í sér berskjöldun þeirra en jafnframt styrk.
Internetið býður þó ekki einungis upp á vettvang til félagslegra byltinga
heldur einnig rými til áreitni og hótana í garð kvenna sem tjá sig um mis-
rétti.167 Rannsókn á netníði í garð femínista frá 2016 sýndi að 80% þeirra
sem notuðu samfélagsmiðilinn Twitter reglulega til femínískra rökræðna
höfðu orðið fyrir netníði.168 Sama rannsókn leiddi þó í ljós að kvenfjandsam-
legt netníð mætti ekki eingöngu rekja til karla heldur áttu konur hugsanlega
meirihluta slíkra ummæla – 50% netníðsins voru ummæli frá konum, 40%
frá körlum og 10% þeirra frá notendum sem gáfu kyn sitt ekki upp.169 Því
er ljóst að þrátt fyrir femínískan árangur í kjölfar stafrænnar aðgerðarstefnu
bendir kvenfyrirlitningin sem lifir góðu lífi á internetinu til þess að samband
femínismans við samfélagsmiðla sé í senn árangursríkt og stirt.170
Þá má finna nýleg dæmi þess í kvennabókmenntum samtímans að rödd-
um kvenna úr fortíðinni sé færð áheyrn og „pláss“ til að segja sína sögu
í gegnum bókmenntir. Danska skáldkonan Olga Ravn gaf til að mynda
út úrval af ljóðum Tove Ditlevsen171 og hefur tekið til varna fyrir hana á
samfélagsmiðlinum Instagram.172 Bókmenntafræðingarnir Guðrún Stein-
vegna síaukinnar tengingar við stafræn tengslanet sem byggjast á samvinnu manns
og tölvu. Victoria Flanagan, Technology and Identity in Young Adult Fiction. The Post-
human Subject, Hampshire: Palgrave Macmillan, 2014, bls. 1.
167 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 114.
168 Sama heimild, bls. 114. 60% Facebooknotenda höfðu sömu sögu að segja, 46%
bloggara og 29% þeirra sem tjáðu sig í athugasemdakerfum fréttamiðla. Nicola Ri-
vers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 114.
169 Sama heimild, bls. 117. Í þessu samhengi má nefna einn Facebook-kvennahóp til
viðbótar, „Vonda systir“, sem var stofnaður sérstaklega til þess að veita konum rými
fyrir „tussugang“ og „skítakomment“, sjá Marta María Jónasdóttir, „Vonda systir
opnuð fyrir tíkur og tussur“, Smartland Mörtu Maríu, Mbl, 10. maí 2016, sótt 6.
apríl 2019 af https://www.mbl.is/smartland/stars/2016/05/10/vonda_systir_opnud_
fyrir_tikur_og_tussur/.
170 Nicola Rivers, Postfeminism(s) and the arrival of the fourth wave, bls. 115.
171 Der bor som ung pige i mig, som ikke vil dø, 2017, kaupmannahöfn: Gyldendal.
172 Olga Ravn sagði þannig frá því á Instagram að mikilsmetið, danskt ljóðskáld (sem
hún nafngreindi ekki) hafi tjáð henni þá skoðun sína að það sem hafi verið svo ergi-
legt við Tove Ditlevsen væri að hún hafi ekki kunnað að skrifa um neitt annað en
sjálfa sig, annars hefði hún orðið fær skáldkona. Ravn tók til varna fyrir Ditlevsen