Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 59

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 59
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR 58 þættir hafi gert það að verkum að konur hafni því sem kallað er „F orðið.“ Wolf lítur hinn svokallaða „fórnarlambsfemínisma“ hornauga og segir hann hafa verið ráðandi í orðræðunni alltof lengi en hann eigi þátt í því að rífa konur niður og sé einnig þáttur í því viðhorfi að femínisminn snúist um hat- ur gegn körlum og vilji skilgreina allar konur sem þolendur ofbeldis. Slíkur femínismi dragi upp mynd af konunni sem kynferðislega hreinni og dular- fullri í hlutverki sínu sem nærandi afl og leggi áherslu á hversu illa sé farið með þessa góðu konu. Hin tegundin af femínisma er það sem Wolf leggur áherslu á sem útleið en það er „valdafemínismi“ en fylgjendur hans sjá kon- una sem „manneskju, kynveru, einstakling sem er hvorki betri né verri en karlarnir, hliðstæður þeirra, og þeir vilja fá jafnrétti einfaldlega vegna þess að konur eiga rétt á því.“25 Fórnarlambsfemínismi geri ráð fyrir því að allar konur séu í eðli sínu góðar og valdalausar en karlar séu vondir og að þetta viðhorf hjálpi ekki í þessari nýju hreyfingu og einkennist af gamaldags við- horfum sem konur þurfi síst á að halda núna. Það sé ekki boðlegt að líta svo á að „karllægar“ hvatir eins og þörfin á að gnæfa yfir, árásargirni eða kyn- ferðislegt arðrán tilheyri einungis körlum. Wolf segir að það sé „valdeflandi og siðlegt fyrir konur að líta heiðarlega á myrku hliðina innra með þeim sem muni nú lýsast upp.“26 Þessi þörf tímabilsins á að hafna því að greina konur sem þolendur hefur verið endurskoðuð á undanförnum fimm árum eftir að ofbeldisumræðan varð aftur miðlægari. Um margt hefur metoo-bylgjan opinberað vandkvæð- in við það að horfa framhjá kynbundu ofbeldi á þann hátt sem póstfemín- isminn gerði en metoo er ekki viðfangsefni þessarar greinar, heldur fremur þær stefnur og straumar sem voru í gangi áratuginn áður en hún kom fram.27 25 Sama heimild, loc. 11. 26 Sama heimild, loc. 11–12. 27 Í því samhengi má þó benda á Taylor Swift sem vakti athygli fyrir málaferli 2017 en söngkonan ásakaði plötusnúðinn David mueller um að hafa áreitt sig kynferðislega. mueller kærði Swift fyrir að hafa eyðilagt orðspor sitt en hún kærði hann á móti og krafðist táknrænna skaðabóta upp á einn dollar og vann málið. Sjá t.d. umfjöllun 15. ágúst 2017 á BBC News: „Taylor Swift Sexual Assault Case. Why is it Significant“, sótt 1. mars 2022 af https://www.bbc.com/news/entertainment-arts-40937429. önnur poppstjarna sem hefur nýverið fagnað því að vera kölluð femínisti og aktívisti er Beyoncé en með því endurskilgreinir hún fyrri afstöðu sína. nichola Rivers telur þessar stjörnur vera einar af þeim femínistum sem marka upphafið að fjórðu bylgju femínisma. Sjá: nicola Rivers, Postfeminism(s) and the Arrival of the Fourth Wave. Turning Tides, Cheltenham: Palgrave macmillan, 2017, bls. 7.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.