Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 59
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR
58
þættir hafi gert það að verkum að konur hafni því sem kallað er „F orðið.“
Wolf lítur hinn svokallaða „fórnarlambsfemínisma“ hornauga og segir hann
hafa verið ráðandi í orðræðunni alltof lengi en hann eigi þátt í því að rífa
konur niður og sé einnig þáttur í því viðhorfi að femínisminn snúist um hat-
ur gegn körlum og vilji skilgreina allar konur sem þolendur ofbeldis. Slíkur
femínismi dragi upp mynd af konunni sem kynferðislega hreinni og dular-
fullri í hlutverki sínu sem nærandi afl og leggi áherslu á hversu illa sé farið
með þessa góðu konu. Hin tegundin af femínisma er það sem Wolf leggur
áherslu á sem útleið en það er „valdafemínismi“ en fylgjendur hans sjá kon-
una sem „manneskju, kynveru, einstakling sem er hvorki betri né verri en
karlarnir, hliðstæður þeirra, og þeir vilja fá jafnrétti einfaldlega vegna þess
að konur eiga rétt á því.“25 Fórnarlambsfemínismi geri ráð fyrir því að allar
konur séu í eðli sínu góðar og valdalausar en karlar séu vondir og að þetta
viðhorf hjálpi ekki í þessari nýju hreyfingu og einkennist af gamaldags við-
horfum sem konur þurfi síst á að halda núna. Það sé ekki boðlegt að líta svo
á að „karllægar“ hvatir eins og þörfin á að gnæfa yfir, árásargirni eða kyn-
ferðislegt arðrán tilheyri einungis körlum. Wolf segir að það sé „valdeflandi
og siðlegt fyrir konur að líta heiðarlega á myrku hliðina innra með þeim sem
muni nú lýsast upp.“26
Þessi þörf tímabilsins á að hafna því að greina konur sem þolendur hefur
verið endurskoðuð á undanförnum fimm árum eftir að ofbeldisumræðan
varð aftur miðlægari. Um margt hefur metoo-bylgjan opinberað vandkvæð-
in við það að horfa framhjá kynbundu ofbeldi á þann hátt sem póstfemín-
isminn gerði en metoo er ekki viðfangsefni þessarar greinar, heldur fremur
þær stefnur og straumar sem voru í gangi áratuginn áður en hún kom fram.27
25 Sama heimild, loc. 11.
26 Sama heimild, loc. 11–12.
27 Í því samhengi má þó benda á Taylor Swift sem vakti athygli fyrir málaferli 2017 en
söngkonan ásakaði plötusnúðinn David mueller um að hafa áreitt sig kynferðislega.
mueller kærði Swift fyrir að hafa eyðilagt orðspor sitt en hún kærði hann á móti og
krafðist táknrænna skaðabóta upp á einn dollar og vann málið. Sjá t.d. umfjöllun 15.
ágúst 2017 á BBC News: „Taylor Swift Sexual Assault Case. Why is it Significant“,
sótt 1. mars 2022 af https://www.bbc.com/news/entertainment-arts-40937429.
önnur poppstjarna sem hefur nýverið fagnað því að vera kölluð femínisti og aktívisti
er Beyoncé en með því endurskilgreinir hún fyrri afstöðu sína. nichola Rivers telur
þessar stjörnur vera einar af þeim femínistum sem marka upphafið að fjórðu bylgju
femínisma. Sjá: nicola Rivers, Postfeminism(s) and the Arrival of the Fourth Wave.
Turning Tides, Cheltenham: Palgrave macmillan, 2017, bls. 7.