Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 60
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
59
Taktu-mig femínismi: Kynferðislegur fögnuður
eða kynbundið ofbeldi
Femínismi á sjöunda og áttunda áratugnum hafði orð á sér fyrir að vera
andsnúinn frjálsu kynlífi, klámi og fyrir að vera teprulegur ef höfð er í huga
póstfemínísk umfjöllun í kringum aldamótin en kynferðisleg hlutgerving
kvenna og klámvæðing hafa lengi vel verið þrætuepli innan femínískrar um-
ræðu. Á tíunda áratugnum fóru ýmsar konur að tala fyrir auknu frelsi í kyn-
ferðismálum28 og skildu sig þar með misgóðum rökum frá annarri bylgjunni.
Í Battling Pornography segir Carolyn Bronstein að afstaðan „gegn-klámi“
(e. anti-pornography) eigi sér rætur í hinni ólgandi félagslegu og menningar-
legu sögu sjöunda og áttunda áratugarins. Þar staðsetur hún einnig upphafið
á mótun róttæks femínisma og þeirrar öflugu hreyfingar sem barðist gegn
klámvæðingu samfélagsins. Bronstein lýsir meðal annars áhrifum tímarita
og auglýsinga á sjötta áratugnum þegar kom að því að skipa konum neðar-
lega í valdapíramíta karlveldisins og neyslusamfélagsins. Konur á þessum og
næsta áratug voru í hlutverki hinnar hamingjusömu húsmóður og móður
og sem kynviðföng voru þær aðallega leikföng. Því birtust þær sjaldan sem
fulltrúar á vinnumarkaði og voru ekki sýndar án þess að vera í fylgd karl-
manns.29 Femínístar fóru að horfa gagnrýnið á þessar táknmyndir kvenleik-
ans og sögðu þær vera eins og handbækur sem réttlættu ofbeldi ungra karla
og byggju til farald nauðgana og heimilisofbeldis. Í þessu andstæðukerfi
var konan óvirk, barnsleg og viðkvæm á meðan karlinn var ofbeldisfullur,
grimmur og skorti getu til þess að halda aftur af sér.30 Ofbeldisfull hegðun
karla var með þessu afsökuð og litið á hana sem venjulega hlið á kynhvöt
þeirra. með því að fagna þessu kynbundna ofbeldi kenndi fjöldamenningin
karlmönnum að líta á konur sem ómennskar kynverur sem væru gerðar til
þess að nota og misnota. Konum var einnig kennt að hlutverk þeirra væri að
þjóna kynlöngunum karla og skapa þeim öryggi inni á heimilinu.
Femínistar tíunda áratugarins tóku margar hverjar upp hugmyndina
um kynferðislega siðvendni gömlu femínistanna og sögðust vera þreyttar
á tvöfeldninni, siðferðispredikunum og takmörkunum sem voru í gangi í
tengslum við kynhvöt kvenna í afþreyingarmenningu og fjölmiðlum á ára-
28 Sjá Stéphanie Genz og Benjamin A. Brabon, Postfeminism. Cultural Texts and Theories,
bls. 91.
29 Carolyn Bronstein, Battling Pornography. The American Feminist Anti-Pornography
Movement, 1976–1986, Cambridge: Cambridge Unversity Press, 2011, bls. 1.
30 Sama heimild, bls. 2.