Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Qupperneq 76
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“
75
eftirfarandi: „hvað vilja konur?“79 Söguhetjurnar fjórar upplifa kynhlutver-
kin á eigin forsendum. Og þær þurfa sjálfar að ákveða hvar þær eru staddar
í samböndum sínum.
Stærsti munurinn á konunni sem kynferðisveru í póstfemínískum frá-
sögnum og hefðbundum ástarsögum felst líklega í því að nú er konan orðin
virk kynvera sem nýtur kynlífs sjálfrar sín vegna. Hún er sér meðvituð um
kynþokka sinn og tælir karla, oft af alvöruleysi og án þess að hafa skuld-
bindingu í huga. Það er síðan spurning hvort kona sem er kynferðislega virk
í staðinn fyrir að vera óvirkt viðfang kynferðilegs gláps sé endilega sjálf-
stæð og velta má því fyrir sér hvort þessi virka kynvera falli inn í staðlaða
kvenímynd nýs áhrifahóps, hvort um sé að ræða sögur af konum sem eru
hvítar, gagnkynhneigðar og á þrítugs- og fertugsaldri.80 Þessar áherslur hafa
lengi vel verið gagnrýndar og nefna má að efnistökin í framhaldsþáttum
Sex and the City, And Just Like That… sem hófu göngu sína á HBO max í
desember 2021, eru fjölmenningarlegri því að nú eignast miranda Hobbes
(Cynthia nixon) og Charlotte York (Kristin Davis) svartar vinkonur og
Carrie vinkonu af indverskum uppruna. Þættirnir segja frá vinkonunum
þremur og gerast ellefu árum eftir seinni kvikmyndina Sex and the City 2 en
persónan Samantha jones er ekki með í sögunni þrátt fyrir að minnst sé á
hana öðru hvoru. Þættirnir segja frá fjölskyldulífi þeirra, börnum, vináttu-
samböndum, breytingaskeiðinu, starfsferli, skilnaði og því að missa makann
sinn en Big deyr í fyrsta þættinum. Einnig vinna þættirnir á nýjan hátt með
kyn og kyngervi, viðfangsefni eins og samkynhneigð, auk þess sem kynsegin
menning og kynusli eru fyrirferðarmeiri í söguþræðinum núna en í gömlu
þáttaröðinni og hvítu vinkonunum gengur misvel að aðlagast nútímalegum
viðhorfum. Þótt fordómar þeirra séu afhjúpaðir brýst líka í gegn viljinn til
þess að læra og gera betur. Þær hafa auk þess elst því að nú eru þær á sex-
tugsaldri og því ekki lengur í sömu valdastöðu og áður.81
minna má á að póstfemínisminn er eins og áður sagði einnig mótaður af
79 Alda Björk Valdimarsdóttir, Jane Austen og ferð lesandans, bls. 168-169. Sjá einnig A.
Rochelle mabry, „About a Girl. Female Subjectivity and Sexuality in Contemporary
´Chick Culture´“, Chick Lit. The New Woman‘s Fiction, ritstj. Suzanne Ferriss og
mallory Young, new York og london: Routledge, 2006, bls. 198.
80 mikilsvert er að minna á að ýmsir höfundar snúa á meðvitaðan hátt út úr stöðluðum
ímyndum með því að heimfæra þær á aðra samfélagshópa, eins og t.d. svartar konur.
lisa A. Guerrero fjallar um þetta í „“Sistahs Are Doin’ It for Themselves“. Chick
lit in Black and White“, Chick Lit, The New Woman’s Fiction, bls. 87–101.
81 Sjá And Just Like That …, sjónvarpsstöð: HBO max, höf.: Darren Star, 2021–,
leikarar Sarah jessica Parker, Cynthia nixon og Kristin Davis.