Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 80

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 80
„HVER VIll VERðA HREIn mEY AFTUR?“ 79 brúðkaupið hvíslar hún í eyra Carrie: „Það er alltaf betra að giftast ein- hverjum sem elskar þig meira en þú hann.“89 Carrie veltir því fyrir sér hvort allir í manhattan séu að sætta sig við málamiðlanir. Að þessu leyti komu þættirnir með ferskt viðhorf í umræðuna um líf einhleypra og mögulega annað sjónarhorn á þá sem eru giftir. Ashley nelson segir í greiningu sinni á þáttaröðinni að bandarískt sam- félag hafi fagnað skvettunni (e. flapper) og einnig hinni „góðu, góðu Gib- son stúlku“ en sú hugmynd sé alltaf ráðandi í samfélaginu, að líf einhleypu konunnar sé aðeins stutt stopp á leiðinni að altarinu.90 Þetta sé millibils- ástand því að ætlunin sé alltaf að þær gifti sig og það sé takmarkið.91 Þessu er öðruvísi farið í Sex and the City þáttaröðinni þar sem líf einhleypu konunnar birtist sem innihaldsríkur lífstíll, hugmyndafræði og jafnvel trúarbrögð, líkt og kemur fram í þættinum „Oh Come All Ye Faithful“ þar sem Carrie spyr: „Eru sambönd trúarbrögð tíunda áratugarins?“ Hún kemst að því í þætt- inum eftir að hafa slitið sambandinu við mr. Big (Chris noth), að hún eigi 89 Sex and the City, „The Turtle and the Hare“ (1:9). 90 „Gibson“ stúlkan var bandarísk efri-miðstéttarkona á síðari hluta 19. aldar og á fyrsta áratug 20. aldar. Hún var fögur, klæddi sig alltaf í samræmi við tilefnið og hegðaði sér á viðeigandi hátt. Hún var ekki kvenréttindakona eða sýndi pólitík áhuga en gat verið vel menntuð. Hún þótti sjálfri sér næg, var sjálfstæð og sóttist eftir innri fullnægju, auk þess sem hún setti ákveðin viðmið fyrir bandaríska fegurðarstaðla. Skvettan var fyrirmynd bannáranna í Bandaríkjunum, partý-stelpa sem er skemmtanasjúk, óheft, áhyggjulaus og einhleyp. Grannir fætur hennar, mjóar mjaðmirnar og flöt brjóstin þóttu til fyrirmyndar, en skvettan var stráksleg í vextinum og laus við þær mjúku línur sem svo oft hafa þótt prýði á kvenfólki. Sjá t.d. Ashley nelson, „Sister Carrie meets Carrie Bradshaw“, bls. 85; og Cheryl Brown Travis, Kayce l. meginnis og Kristin m. Bardari, „Beauty, Sexuality, and Identity. The Social Control of Women“, Sexuality, Society, and Feminism, ritstj. Cheryl Brown Travis og jacquelyn W. White, Washington, DC, 2000, bls. 237–272, hér bls. 244–245. Robert C. Allen ræðir bandarísku leikkonuna joan Crawford sem helsta fulltrúa skvettunnar í Hollywood í greininni „Hlutverk stjörnunnar í kvikmyndasögunni [joan Crawford]“, þýð. Alda Björk Valdimarsdóttir, Kvikmyndastjörnur, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006, bls. 155–181, hér bls. 165. 91 Í grein Koeing, Zimmerman, Hadock og Banning, „Portrayals of Single Women in the Self-Help literature“, benda þau á að það sé enn ríkjandi skoðun að hjónabandið tryggi best tilfinningalega, kynferðislega og félagslega fullnægju og að þessir fordómar gagnvart einhleypum liti jafnvel rannsóknarsviðið þar sem veruleiki einhleypra sé enn vanrækt greiningarefni í félagsvísindum á þeim tíma sem greinin var skrifuð. Sjá jennifer Koeing, Toni Schindler Zimmerman, Shelley A. Hadock og james H. Banning, „Portrayals of Single Women in the Self-Help literature“, Journal of Feminist Family Therapy 4/2010, bls. 253–274, hér bls. 253 og 255. Alda Björk Valdimarsdóttir fjallar um kenningar Koeing o.fl. í Jane Austen og ferð lesandans, bls. 328–331.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.