Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 89

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Blaðsíða 89
AlDA BjöRK VAlDImARSDóTTIR 88 fyllingar og fjölskyldunni sem fyrirbæri. Samfélagsformgerðin sem byggir á hjónabandi og fjölskyldulífi er að leysast upp. líklegt er að hugmyndin um Big sem fulltrúa eitraðrar karlmennsku eigi eftir að dýpka nú þegar nafn Chris noth sem kynferðislegs rándýrs er bundið stjörnuímynd hans. ný- verið stigu fimm konur fram og ásökuðu leikarann um kynferðislegt ofbeldi, nauðgun, áreitni og hótanir um að eyðileggja feril þeirra ef þær segðu frá.120 Þessar ásakanir munu án efa lita ímynd mr. Big í þáttunum og kvikmyndum og draga enn frekar fram þá túlkun að hann sé karl sem kemur illa fram við Carrie og aðrar konur. Carrie sé því undir áhrifum af ástarsagnagreininni (e. romance) þegar hún afsakar hrottalega hegðun karlhetjunnar með þeirri út- skýringu að um óttablandna ást eða þrá sé að ræða.121 Ef frásagnir kvennanna um meint brot noth eru hafðar í huga verður mr. Big ekki stóra ástin eða stóra vandamálið, heldur fremur stóri misnotarinn. Imalda Welehan bendir á það í bók sinni The Feminist Bestseller að í seinni hluta seríunnar fari myrka hliðin á „raunverulegu“ lífi að koma fram. Sam- antha fái krabbamein, Charlotte glími við ófrjósemi, miranda kynnist álag- inu við að ala upp ungt barn og Carrie reyni af örvæntingu að láta samband hennar og Big ganga upp. Konurnar séu orðnar raunamæddar og aðeins of gamlar til þess að vera úti í hringiðunni.122 Það er því spurning hvort hin ferska, einhleypa og frjálsa kona fyrstu áranna verði örlítið þreytt. Í þessu samhengi má minna á upphafið að sögu Edith Wharton, The House of Mirth þegar söguhetjan lily Bart útskýrir erfiða stöðu sína fyrir vini sínum Selden og segir við hann: „Ég hef verið hér viðloðandi of lengi – fólk er byrjað að vera þreytt á mér, þeir eru farnir að segja að ég ætti að gifta mig.“ Selden spyr hana: „Er ekki hjónabandið köllun þín? Er það ekki hluti af uppeldi ykkar?“ lily dæsir og svarar: „Ég geri ráð fyrir því. Hvað höfum við annað?“123 120 Sjá t.d. Elizabeth Wagmeister, „Chris noth Accused of Sexual Assault by a Fifth Woman“, Variety, 23. desember 2021, sótt 1. mars 2022 af https://variety.com/2021/ tv/news/chris-noth-sexual-assault-allegations-gloria-allred-sex-and-the-city-be- verly-johnson-1235142754/. 121 Um lesendur ástarsagna sjá janice A. Radway, „Woman Read the Romance“, Women and Romance. A Reader, new York: new York University Press, bls. 327–330. 122 Imelda Whelehan, The Feminist Bestseller. From Sex and the Single Girl to Sex and the City, bls. 207. 123 Edith Wharton, The House of Mirth, london: Wordsworth Editions, 1997, bls. 8: „I‘ve been about too long – people are getting tired of me, they are beginning to say I ought to marry.“; „Isn‘t marriage your vocation? Is it not what you‘re all brought up for?“ „I suppose so. What else is there.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.