Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 104

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 104
DÓSAFRÍðA, FLAnDRARI OG HRjÁð DÓTTIR 103 sinnir ekki þörfum afkvæma sinna og misbýður þeim á ýmsa vegu.26 Það skyldi því engan undra að í samtölum sín á milli vísi Systa og Brósi til móður sinnar með orðum á borð við mammið, jólafressið og Mammfreskjan.27 Viðurnefnin eiga það sameiginlegt að undirstrika illsku móðurinnar; hún er ógnvaldur, skaðræði sem hefur ekki staðið sig í móðurhlutverkinu. Það er því einkar írónískt að hún skuli bæði vera félagi í björgunarsveitinni og mæðrastyrksnefnd. Hún sér meðal annars um að útdeila matarpökkum til þeirra sem minna mega sín en þannig leggur hún sig fram við að hugsa um annað fólk en sitt nánasta sem þó þarf nauðsynlega á hjálp að halda. Sjálf- boðavinnan minnir á að skrímsli samfélagsins eru alls ekki alltaf auðþekkjan- leg; gjarnan sýna þau eitt andlit út á við en annað innan veggja heimilisins.28 Það er rökrétt að afstaða systkinanna til móðurinnar sé mjög neikvæð. Þau sakna hins ljúfa föður enda viss um að líf þeirra hefði þróast á annan veg, hefði hans notið lengur við. Ekki er útilokað að svarthvít viðhorf systkinanna til foreldranna markist þó að einhverju leyti af því að faðir þeirra var oft fjar- verandi í uppeldinu og lést þegar þau voru börn þannig að einfaldara er fyrir þau en ella að draga upp helgimynd af honum og ímynda sér hann sem hinn fullkomna uppalanda eða sem algjöra andstæðu móðurinnar. Faðirinn stóð sig þó ekki sem skyldi í foreldrahlutverkinu því samkvæmt flokkunarkerfi (1980). Sjá sama heimild, bls. 139. Vert er að nefna að í ritdómi um Systu megin líkir Gauti Kristmannsson móðurinni við stjúpu ævintýranna en sú líking undirstrikar vitaskuld einnig vanrækslu hennar. Sjá Gauti Kristmannsson, „Lesandi hrifinn úr stofunni inn í erfiðan veruleika“, RÚV 26. október 2021, sótt 17. júní 2022 af https:// www.ruv.is/frett/2021/10/26/lesandi-hrifinn-ur-stofunni-inn-i-erfidan-veruleika. 26 Í bókinni Árin sem enginn man gerir Sæunn Kjartansdóttir sálgreinandi grein fyrir muninum á góðum mömmum og vondum en samkvæmt henni er vond mamma „sú sem vanrækir barnið sitt, lætur sig ekki varða hvernig því líður, sinnir ekki þörfum þess, skaðar það eða misbýður á einhvern hátt.“ Sæunn Kjartansdóttir, Árin sem enginn man. Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna, Reykjavík: Mál og menning, 2009, bls. 42. Eins og sjá má rímar lýsing Sæunnar á vondri mömmu vel við frásögn Systu af móður sinni. 27 Steinunn Sigurðardóttir, Systu megin, bls. 134, 104 og 53. Gaman er að geta þess að orðið „mammfreskja“ er eitt af fjölmörgum nýyrðum Steinunnar í Systu megin en hún er annáluð fyrir að smíða ný orð eins og Þorleifur Haukson hefur fjallað um í greininni „Orðasmíð í ljóðmáli Steinunnar Sigurðardóttur“, Tímarit Máls og menn- ingar 1/2021, bls. 70–81. 28 Hér má minna á að í umræðu, síðustu áratugi, um ofbeldi – og ekki síst kynferðislegt ofbeldi – hefur verið lögð áhersla á að gerendur ofbeldis myndi fjölbreyttan hóp og að ofbeldisfólk megi finna í hverri fjölskyldu. Sbr. til dæmis Sæunn Kjartansdóttir, Hvað gengur fólki til? Leit sálgreiningar að skilningi, Reykjavík: Mál og menning, 1999, bls. 112–113; „Kynferðisofbeldi“, Stígamót, 2022, sótt 5. júní 2022 af https:// stigamot.is/kynferdisofbeldi/.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.