Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 111
GUðRÚn STEInÞÓRSDÓTTIR
110
Ekki er nóg með að styttan taki mikið pláss í híbýlum Systu – rétt eins og
móðirin sjálf í hugsunum hennar – heldur verður hún stundum sjálflýsandi
þegar um mömmuna er rætt. Á þann hátt er lögð áhersla á að Systa er undir
stöðugu eftirliti; hún er aldrei fullkomlega óhult fyrir ógnarvaldi móður
sinnar.52 Það kemur því kannski ekki á óvart að hún sé einstaklega meðvituð
um að fylgja reglum og ákveðnum samfélagslegum viðmiðum; hún biðji um
leyfi fyrir öllu mögulegu og varist átök. Lærð hegðun í bernsku, mörkuð
valdbeitingu, gleymist nefnilega seint.
Þótt styttan skapi óhug í frásögninni gegnir hún einnig jákvæðu hlutverki
því bæði Systa og Brósi geta fengið útrás fyrir reiði sína í garð móðurinnar
með því að nota styttuna sem staðgengil hennar, án þess þó að því fylgi ógn
eða hætta. Systa ávarpar styttuna/móðurina með orðunum: „Þú ert óttalegt
ófreski“ (136) á meðan Brósi danglar fyrst laust í hana en tekur síðan „af sér
beltið og bætir um betur.“ (136) Þannig má segja að tilfærsla (e. displacement)
eigi sér stað hjá systkinunum því „það óþægilega eða ógnandi flyst frá þeim
eða því sem veldur áreitinu [í þessu tilviki móðurinni] yfir á eitthvað annað
og hlutlausara“53; það er styttuna; og um leið gefst Systu og Brósa færi á að
vernda sjálf sig og takast á við óþægilegar tilfinningar.
Minningar um erfiða reynslu eru ekki einu einkennin í fari Systu sem
tengjast trámatískri upplifun hennar. Til viðbótar má nefna að hún er gigtar-
sjúklingur en algengt er að sársauki áfalla brjótist út í líkamlegum óþægind-
um eins og gigt.54 Systa kallar sjálfa sig fávita þótt frásögn hennar beri þess
og fordóma gagnvart samkynhneigðum auk þess sem hann var gagnrýndur fyrir að
hafa stutt Adolf Hitler. Vegna þessara ásakana var stytta af Powell í Poole í Bretlandi
fjarlægð árið 2020 en hún hafði verið sett upp árið 2008. Sjá „Robert Baden-Powell
statue to be removed in Poole“, BBC 11. júní 2020, sótt 4. júlí 2022 af https://www.
bbc.com/news/uk-england-dorset-53004638.
52 Ef höfð er í huga fyrrnefnd hugmynd, um móður Systu sem tákn fyrir ríkjandi yfir-
völd í samfélaginu, minnir eftirlitið sem Systa er undir á kenningu Michel Foucaults
um Alsjána; það er að eftirlitið stjórni samfélaginu sem veldur því að frelsi einstakl-
ingsins minnkar til muna því hann þorir ekki að gera neitt af ótta við að fylgst sé með
honum. Sbr. Michel Foucault, „Alsæishyggja“, Alsæi, vald og þekking, þýðendur Björn
Þorsteinsson, Garðar Baldvinsson og Sigurður Ingólfsson, ritstjóri ritraðar Guðni
Elísson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2005, bls. 129–169.
53 Högni Óskarsson, „Freud í hvunndeginum“, Ritið 2/2003, bls. 9–23, hér bls. 12.
Tilfærsla er dæmi um einn af varnarháttum sjálfsins sem einstaklingur getur nýtt sér
til að takast á við ýmsa vanlíðan; svo sem ótta, kvíða og reiði.
54 Eggert S. Birgisson, „Vefjagigt og andleg líðan“, Gigtarfélag Íslands, sótt 16. júní
2022 af https://www.gigt.is/ad-lifa-med-gigt/gigt-og-medferd/vefjagigt/vefjagigt-
og-andleg-lidan.