Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 136

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Side 136
FITJAð Upp Á nýTT 135 reynsluheim karla. Þær áréttuðu að í kristinni trúarhefð hefði verið tilhneig- ing til þess að taka líkingarnar bókstaflega og gleyma þannig þeim fyrirvara sem líkingamálið felur í sér og varðar takmörk líkingarinnar til þess að ná utan um þann veruleika sem hann vísar í. Dæmi um þetta væri þegar bók- staflegur skilningur væri lagður í föðurmynd Guðs. Í stað þess að segja „Guð er eins og faðir“ væri gengið út frá því að Guð væri í raun og veru faðir. Þess vegna væri föðurmyndin talin sú eina rétta og því eðlilegt að tala um Guð í karlkyni. Þetta hafa femínískir guðfræðingar kallað að gera skurðgoð úr lík- ingunni og því sé við hæfi að tala um skurðgoðadýrkun í þessu sambandi.50 Þessu til stuðnings hefur verið bent á að föðurmyndin hafi ekki bara verið gerð að skurðgoði heldur geti hún til dæmis verið hættuleg konum sem hafa búið við ofbeldi og ofríki af hendi karla, sér í lagi feðra sinna.51 Móðir, ástmær og vinkona Sallie McFague (1933–2019) lagði mikið til umræðunnar um guðsmynd- ina á upphafsárum femínískrar guðfræði, meðal annars með bók sinni Me- taphorical Theology. Models of God in Religious Language (1982). Hún fylgdi þessari bók eftir með því að setja fram endurskoðað líkan (e. model) af hinum þrí-eina Guði kristinnar trúar í bókinni Models of God. Theology for an Ecological, Nuclear Age (1987). Kenningin um hinn þrí-eina Guð52 fjallar annars vegar um einingu Guðs (einn Guð) og hins vegar skiptingu í þrjár persónur, föður, son og heilagan anda.53 McFague setti sitt líkan fram sem andstæðu líkans sem hún kallaði einræðis-líkanið (e. the monarchial mod- 50 Rosemary Radford Ruether, Sexism and God-Talk. Toward a Feminist Theology, Bo- ston: Beacon, 1983, bls. 66. 51 Í Kvennakirkjunni sem var stofnuð árið 1993 og hefur verið starfrækt sem söfnuður innan íslensku þjóðkirkjunnar æ síðan hefur frá upphafi verið talað um Guð sem vinkonu og því sagt „hún Guð“. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur Kvennakirkj- unnar og ein af stofnendum hennar, hefur skrifað bækur um guðfræði Kvennakirkj- unnar þar sem hún meðal annars hefur gert grein fyrir mikilvægi þess að tala um Guð í kvenkyni. Hún skrifar: „Guð er vinkona okkar. Það er styrkur okkar að vita af henni í okkar hópi, eina af okkur, sem hlustar og talar og skilur, treystir á okkur og er alltaf sú sem á bestu ráðin. Margar okkar hafa sagt að það hafi breytt trú þeirra á Guð og sjálfar sig að tala við Guð sem vinkonu, hugsa til hennar í hópnum og ganga með henni um göturnar“ (Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Gleði Guðs sem læknar sektar- kennd, kvíða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma, Reykjavík: Kvennakirkjan, 2004, bls. 17–18). 52 Á íslensku er kenningin þekkt sem þrenningarkenning eða þrenningarlærdómur. 53 Þríhyrningurinn hefur í gegnum aldirnar þjónað sem tákn fyrir þrenninguna, þar sem þríhyrningurinn táknar eininguna og hornin persónurnar þrjár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.