Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 136
FITJAð Upp Á nýTT
135
reynsluheim karla. Þær áréttuðu að í kristinni trúarhefð hefði verið tilhneig-
ing til þess að taka líkingarnar bókstaflega og gleyma þannig þeim fyrirvara
sem líkingamálið felur í sér og varðar takmörk líkingarinnar til þess að ná
utan um þann veruleika sem hann vísar í. Dæmi um þetta væri þegar bók-
staflegur skilningur væri lagður í föðurmynd Guðs. Í stað þess að segja „Guð
er eins og faðir“ væri gengið út frá því að Guð væri í raun og veru faðir. Þess
vegna væri föðurmyndin talin sú eina rétta og því eðlilegt að tala um Guð í
karlkyni. Þetta hafa femínískir guðfræðingar kallað að gera skurðgoð úr lík-
ingunni og því sé við hæfi að tala um skurðgoðadýrkun í þessu sambandi.50
Þessu til stuðnings hefur verið bent á að föðurmyndin hafi ekki bara verið
gerð að skurðgoði heldur geti hún til dæmis verið hættuleg konum sem hafa
búið við ofbeldi og ofríki af hendi karla, sér í lagi feðra sinna.51
Móðir, ástmær og vinkona
Sallie McFague (1933–2019) lagði mikið til umræðunnar um guðsmynd-
ina á upphafsárum femínískrar guðfræði, meðal annars með bók sinni Me-
taphorical Theology. Models of God in Religious Language (1982). Hún fylgdi
þessari bók eftir með því að setja fram endurskoðað líkan (e. model) af
hinum þrí-eina Guði kristinnar trúar í bókinni Models of God. Theology for
an Ecological, Nuclear Age (1987). Kenningin um hinn þrí-eina Guð52 fjallar
annars vegar um einingu Guðs (einn Guð) og hins vegar skiptingu í þrjár
persónur, föður, son og heilagan anda.53 McFague setti sitt líkan fram sem
andstæðu líkans sem hún kallaði einræðis-líkanið (e. the monarchial mod-
50 Rosemary Radford Ruether, Sexism and God-Talk. Toward a Feminist Theology, Bo-
ston: Beacon, 1983, bls. 66.
51 Í Kvennakirkjunni sem var stofnuð árið 1993 og hefur verið starfrækt sem söfnuður
innan íslensku þjóðkirkjunnar æ síðan hefur frá upphafi verið talað um Guð sem
vinkonu og því sagt „hún Guð“. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur Kvennakirkj-
unnar og ein af stofnendum hennar, hefur skrifað bækur um guðfræði Kvennakirkj-
unnar þar sem hún meðal annars hefur gert grein fyrir mikilvægi þess að tala um
Guð í kvenkyni. Hún skrifar: „Guð er vinkona okkar. Það er styrkur okkar að vita af
henni í okkar hópi, eina af okkur, sem hlustar og talar og skilur, treystir á okkur og
er alltaf sú sem á bestu ráðin. Margar okkar hafa sagt að það hafi breytt trú þeirra á
Guð og sjálfar sig að tala við Guð sem vinkonu, hugsa til hennar í hópnum og ganga
með henni um göturnar“ (Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Gleði Guðs sem læknar sektar-
kennd, kvíða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma, Reykjavík:
Kvennakirkjan, 2004, bls. 17–18).
52 Á íslensku er kenningin þekkt sem þrenningarkenning eða þrenningarlærdómur.
53 Þríhyrningurinn hefur í gegnum aldirnar þjónað sem tákn fyrir þrenninguna, þar
sem þríhyrningurinn táknar eininguna og hornin persónurnar þrjár.