Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Síða 206
VIðTöKUR FEMÍNÍSKRa BóKMENNTaRaNNSóKNa
205
fjórar skáldsögur eftir þrjár merkiskonur og ljóð eftir nokkuð á annan tug
kvenna. Síðast í fyrra skrifaði ég langa ritgerð […].“ Þá hafði hann upp-
götvað eina skáldkonu og birt eftir hana ljóð í Birtingi 1961, þegar þeir Thor
Vilhjálmsson voru ritstjórar. Þá lætur hann það ekki „aftra sér“ að sækja
„velflestar sýningar í Gallerí langbrók frá stofnun þess fram á þennan dag,
þó konur einar standi að því og til undantekninga heyri að karlmenn sýni þar
verk sín.“ Vegna allra þessara atriða, og fleiri sem hann tínir til, segist hann
því verða „dálítið undrandi“ þegar honum sé „borið á brýn upp úr þurru
að vera fjandmaður kvenna – og hatursmaður skáldkvenna alveg sér í lagi.“
En þetta var honum aldrei borið á brýn, nafngiftir sem hann gefur sjálfum
sér en leggur öðrum í munn. Þá sleppir hann ekki „prósentureikningnum“
sem ég á að vera sérfræðingur í, og ekki heldur annarlegum ástæðum. „Það
kemur víst fáum á óvart,“ segir hann, „þó Helga Kress reyni að fela tilgang
sinn undir því yfirskini, að upphlaup hennar sé innlegg í jafnréttisbaráttu
kvenna.“ Í því sambandi bendir hann á það sem ei fyrr var vitað, að jafn-
rétti kynja sé ekki sérmál annars kynsins, heldur mannréttindamál sem alla
varðar. Til þess að hér fari ekkert á milli mála bætir hann við eftirfarandi
klausu til áréttingar:
Engir skaða þann málstað meira en kresslegir málsvarar sem reyna
að vekja upp faraldur galdraaldar þegar menn sáu satan í hverju
horni og sáust ekki fyrir í hamförum sínum gegn honum.
Faraldurinn sem áður var sirkus er hér orðinn að nornaveiðum, og ég þar
eftir stjórnandi rannsóknaréttarins alræmda sem tók fjölda manns af lífi.
Hvað hann á svo við með því að lítilsvirða nafn mitt sem ég fékk frá þýskum
föður mínum og kenna það við ógnarstjórn og faraldur, læt ég öðrum um
að dæma. En svo ánægður er hann með það, að það nægir ekki hér í niður-
stöðu pistils, það þarf einnig að vera í fyrirsögn. Ég er svo sem vön þessu, en
vanalega úr annarri átt.
Í athugasemd minni nefndi ég nokkrar íslenskar skáldkonur sem væru
„vaxtarbroddur í íslenskri ljóðagerð“ og hefði þess vegna mátt bjóða til há-
tíðarinnar. Þarna fór ég óvarlega með orð og gaf á mér höggstað. Því að
auðvitað hendir Einar Bragi vaxtarbroddinn á lofti og kippir þar í kyn skáld-
bræðra sinna. Með því að nota tölfræði finnur hann út að nefndar skáld-
konur séu á aldrinum 35 til 60 ára og því of gamlar til að vera vaxtarbroddur.
Kerlingar? Þetta sé nú samt mitt mat „og ekkert við því að segja“, þótt hann