Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2022, Page 216
STAðA ÞýDDRA BóKMENNTA INNAN FJöLKERFIS BóKMENNTANNA
215
Það sögulega efni sem greint hefur verið með aðferðum fjölkerfisfræða
fram til þessa er enn of takmarkað til að hægt sé að draga víðtækar ályktanir
um líkurnar á því að þýðingar öðlist tiltekna stöðu. En rannsóknir mínar
og ýmissa annarra fræðimanna benda til að það sé „eðlilegt“ fyrir þýddar
bókmenntir að vera í jaðarstöðu. Þetta ætti að vera hægt að samræma fræði-
legum vangaveltum. Gera má ráð fyrir að ekkert kerfi geti til frambúðar
verið veikburða, á „vatnaskilum“ eða í kreppu, þó að maður megi ekki úti-
loka að kringumstæður innan fjölkerfisins geti haldist óbreyttar um langa
hríð. Reglan er sú að viss stöðugleiki er forsenda breytinga. óumdeilt er
að sum fjölkerfi eru öðruvísi upp byggð en önnur og menning er afar mis-
jöfn frá einum stað til annars. Það er til dæmis ljóst að franska menningar-
kerfið, þar með taldar franskar bókmenntir, er mun fastheldnara á hefðir en
flest önnur kerfi. Þetta, ásamt hinni lífsseigu miðlægu stöðu franskra bók-
menna í evrópsku samhengi (það er innan evrópska yfir-fjölkerfisins), veldur
því að þýddar bókmenntir hafa löngum verið jaðarsettar innan franskra
bókmennta. Staðan innan bresk-amerískra bókmennta er ekki ósvipuð en
rússneskar, þýskar og norrænar bókmenntir virðast hafa annað hegðunar-
mynstur í þessu efni.
V
Hvaða afleiðingar kann staða þýddra bókmennta að hafa á þau viðmið,
háttalag og stefnu sem þýðendur taka í starfi sínu? Eins og ég nefndi hér að
framan er munurinn á þýddu og frumsömdu verki í bókmenntalegu tilliti
afleiðing af stöðu þýddra bókmennta á viðkomandi tímabili. Þegar þær eru
í miðlægri stöðu er greinarmunurinn svo óljós að nauðsynlegt er að víkka
út skilgreininguna á „þýddum verkum“ þannig að hún nái líka til endur-
sagna og umritanna. Frá sjónarhóli þýðingafræða held ég að þetta sé heppi-
legri leið en að hafna slíkum verkum á grundvelli fastmótaðrar og ótíma-
bundinnar skilgreiningar á því hvað sé þýðing og hvað ekki. Þar sem þýddar
bókmenntir eiga þátt í að skapa nýja valkosti þegar þær eru miðlægar er
þýðandanum ekkert sérstakt kappsmál að leita að tilbúnum valkostum úr
birgðasafni markmenningarinnar sem unnt er að semja þýðinguna að. Hann
er þvert á móti tilbúinn að ögra þar ríkjandi hefðum. Við slíkar aðstæður er
líklegra en annars að þýðingin sé líkari frumtextanum (með öðrum orðum,
náin eftirlíking ríkjandi textavensla frumtextans). Frá sjónarhóli markmenn-
ingarinnar kunna innflutt einkenni þýdda verksins vitanlega að vera of fram-
andi og byltingarkennd. Ef sú bókmenntalega togstreita sem af þessu leiðir