Úrval - 01.06.1962, Qupperneq 2
Arftaki
Reader’s Digest
Ekki get ég sagt eins og Helgi P.
Briem, ambassador sagði í aprílheft-
inu, að ég sé stöðugur lesandi ÍJri'als,
þótt ég kaupi það oft, þegar mig
skortir lestrarefni. En ég get tekið
undir þá almennu skoðun, að breyt-
ingin, sem gerð hefur verið á þessu
ágæta riti, er til mikilla bóta
Ég ferðaðist mikið á mínum yngri
árum landa á milli, sem atvinnu-
íþróttamaður,og hafði þá alltaf tíma-
ritið Reades's Digest sem ferðafélaga
og er þakklátur þeim mönnum, sem
gáfu það tímarit út. Svo mjög hefur
það stytt mér stundir.
Tímaritið Vrvál minnir mikiö á Reader's Uigest og er þar ekki leiðum
að likjast. Vonandi nær Vrvál þeirri útbreiðslu og vinsœldum, sem það á
skilið, því útgefendur leggja mikla vinnu í efnisvál og frágang állan,
sem lesendur ættu að geta metið að verðleikum.
Vrval hefur að mestu leyti yfirtekið hlutverk Reader's Digest í mínu
Ufi og veitir mér margar ánœgjustundir og vonandi á það eftir að ná inn
á sem flest islenzk heimili, því bœði er ritið fræðandi og skemmtilegt og
flytur smekklega váldar greinar, sem hæfa öllum. Tímaritið Vrvál % þess-
um „nýju fötum" er sambærilegt við frágang á \hvaða erlendu riti, sem
ég þekki til, og ber að þakka framtakssemi útgefenda þennan menningar-
auka, sem þeir flytja inn í útgáfu íslenzkra tímarita á smekklegan hátt.
Beztu framtiðaróskir.
Albert Guðmundsson.
Kápumynd tekin af Guðm. Hannessyni.
I I r Vrt| Otgefandi: Hilmir h.f. — Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Auglýs-
''*-*• ingastjóri: Jón B. Gunnlaugsson. — Dreifingarstj.: Óskar Karlsson. —
Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. — ASsetur: Laugavegi 178, pósthólf 57,
Reykjavik, sími 35320. — OtgáfuráS: Hiimar A. Kristjánsson, Gisli SigurSsson, Sigvaldi
Hjálmarsson og Vilhjálmur S. Vilhjáimsson. — Ráðunautar: Franska: Haraldur Ólafs-
son, italska: Jón Sigurbjörnsson, þýzka: Loftur GuSmundsson. — Verð árgangs (tólf
hefti): Kr. 250.00, í lausasölu kr. 25.00 heftið. — Afgreiðsla: Blaðadreifing, Laugavegi
133, sími 36720. — Prentun: Hilmir h.f. — Myndamót: Rafgraf h.f.