Úrval - 01.06.1962, Qupperneq 22
30
ÚRVAL
Detroit og tilkynnti, að sig lang-
aði til aS setja nýtt met í „þol-
vöku“. En um þessar mundir
var methafinn í þessari keppnis-
grein annar plötuknapi, og var
sá frá Wallace í NorSur-Karol-
ínu. Og metiS var 212 klukku-
stundir.
Rick Michaels hóf nú keppnina
undir eftirliti lækna og vísinda-
manna, og honum tókst aS
þrauka í 230 stundir áSur en
hann gafst upp fyrir svefninum.
MeSan vakan stóð yfir, hafðist
hann við í hljómplötubúð i bæn-
um Roseville og spilaði hljóm-
plötur eftir beiðnum, sem borgað
var fyrir. Iiaffi var eina hressi-
lyfið, sem hann neytti.
Fyrstu þrír sólarhringarnir
voru leikur einn fyrir þennan
unga útvarpsmann, og hann naut
nýstárleikans af þessu tiltæki
sínu. Einu óþægindin voru fyrst
á morgnana, en þá átti hann erf-
itt með að halda augunum opn-
um. En aðstoSarmenn hans leiddu
hann þá út i svalt marzloftið og
drifu hann í steypibað.
Eftir 72 stundir eSa þrjá sól-
arhringa byrjuðu taugarnar að
gefa sig hjá Rick. Eitt sinn greip
hann hvatskeytlega í handlegg-
inn á einum eftirlitsmanninum,
sem hafði klipið hann í nefið
til að hann félli ekki í svefn.
Rick reiddist svo, að hann brá
sér i frakkann sinn og kallaði
upp yfir sig: „Þið eruð allir að
spila með mig, og ég er hættur
þessu!“ En honum rann reiðin,
og keppnin hélt áfram.
Eftir að Rick hafði vakað í
hundrað stundir breyttist hug-
arástand hans og framkoma
skyndilega. Hann tók að gerast
málugur og hávær og lýsti meS
sterkum orðum því afreki, sem
hann var að vinna. „Nú fáið þið
að sjá, hvað Rick Michaels get-
u'r,“ geisaði hann rogginn. „Ég
þarf ekki að fá neina hjálp til
að halda mér vakandi. Ég þarf
ekki að vera smeykur lengur. Nú
er ég viss um, að ég stend mig
vel!“
Áður hafði hann neitað að
borða súpu, sem kvenmaður bauð
honum, og ávítað hana fyrir að
vilja dekra við sig. Nú lýsti hann
því yfir, að þessi neitun sín hefði
aukið sjálfstraust sitt, og jafn-
framt lét hann í ljós andúð sína
á kvenfólki yfirleitt.
Þetta kvöld neytti hann ríku-
legrar máltíðar. Það var enn mik-
ill móður í honum, og hann vildi
helzt skora alla starfsbræður
sína á hólm. Hann kvaðst vilja
keppa við þá i þolvöku i glugga
einhverrar stórverzlunarinnar i
Detroit og ágóðinn ætti að renna
til lömunarsjúklinga.
Þegar um það bil 160 stundir