Úrval - 01.06.1962, Síða 23
AÐ VAKA DÖGUM SAMAN
31
voru liðnar af vökunni, hafði
dregið mjög úr fyrirganginum í
honum og hann var orðinn mjög
þreytulegur. Hann tók að kvarta
um „stirðieika og þurrk“ í liða-
mótunum og þunga í höndum og
fótum. Og nú tók hann að sjá of-
sjónir og dreyma vökudrauma.
Á morgnana sá hann „gráa móðu,
sem líktist kóngulóarvef“. Einn-
ig tók hann að hræðast „bláan
loga eða bjarma“, sem honum
sýndist umkringja unga konu,
sem færði honum kaffi. Þessi
logi „gaus frá veggnum“ og varð
til þess, að Rick flúði út úr her-
berginu í dauðans angist.
Hann sýndi ýmis önnur ein-
kenni taugaveiklunar. Hann greip
skyndilega um háls eins þeirra
sem viðstaddir voru, eins og
hann ætlaði að kyrkja hann. Rick
gaf þá skýringu, að hann ætlaði
ekki að láta gera grín að sér.
Siðan tók hann að brýna það
fyrir viðstöddum, hve áríðandi
það væri fyrir skyldfólk sitt og
vini, að enginn fengi að vita,
hvernig hann hagaði sér.
Eftir því sem klukkustundirnar
liðu dró mjög úr öryggi hans
til allra hluta, allt fórst honum
klaufalega úr hendi. Hljóðfæra-
sláttur og tal manna fór í taug-
arnar á honum. Siðustu þrjá
daga vökunnar sveiflaðist hann
milli önuglyndis og kurteisi, sem
hann hafði mikið fyrir að sýna.
Á 180. klukkustundinni kom
yfir hann fjörugur vökudraumur.
Honum fannst borði vera bund-
inn þétt um höfuð sér og að borði
þessi færðist smátt og smátt nið-
ur yfir augu sér og blindaði þau.
En þessi tilfinning hvarf skjótt.
Hann gekk um með augun opin,
alsjáandi og gaf þá lýsingu, að
það væri sem hann gengi á svörtu
skýi, svifi þyngdarlaus innan um
balletdansara.
Stundum missti hann meðvit-
und i svipinn, en gat þó ósjálf-
rátt haldið áfram því, sem hann
var að gera — eins og að spila á
grammófón. Þegar hann rankaði
við sér aftur, hafði hann ekki
hugmynd um, hvað hann hafði
verið að aðhafast andartaki áður.
Hann var spurður um, hvers
vegna hann sinnti ekki störfum
sínum í útvarpsstöðinni, og þá
dró niður í rödd hans, unz nafn
hans var allt í einu kallað upp.
Hann svaraði þá, að honum
fyndist hann vera að lýsa bruna
í útvarp af brunastaðnum, þó
vissi hann, að hann var á þessum
sama tíma í viðurvist fyrirspyrj-
andans.
Rick mátti naumast mæla, þeg-
ar 220. klukkustundin nálgaðist,
og ekki megnaði hann að ganga
óstuddur. Nokkrum mínútum
eftir hádegi á laugardag, þegar