Úrval - 01.06.1962, Page 24
32
ÚRVAL
liönar voru hér um bil 234 stund-
ir frá því hann hóf vökuna, féll
hann í svefn þar sem hann stóð
uppréttur, -— hné niður eins og
dauðadrukkinn í hendurnar á
aðstoSarmönnunum. Hann svaf í
fjórtán stundir, og þegar hann
vaknaði, var hann fyllilega end-
urnærður og hegðun hans eðlileg.
Meðan stóð á vökunni hafðí
Rick verið undir nákvæmu eftir-
liti fimm vísindamanna. Það hef-
ur lengi verið vitað, að langvar-
andi svefnleysi skapar sálar-
ástand, sem er ekki ólikt geð-
veiki. Rannsóknirnar á Rick
gerðu meira en að staðfesta
þetta; þær bentu líka til, að viss-
ar efnabreytingar ættu sér stað
í líkamanum meðan svefnþörfin
stæði yfir.
Þetta kom vísindamönnunum á
óvart, og ákváðu þeir því fram-
haldsrannsóknir á sex karlmönn-
um. Einn af þeim var Jim Orth,
tuttugu og sex ára gamall. Hann
var látinn hefja vökuna á mánu-
dag. Á miðvikudagskvöld fann
hann til lculda á höndunum.
Hann var þá að horfa á sjónvarp,
en þeg'ar hann reyndi að tala um
efni sögunnar, sem var að ger-
ast fyrir framan hann, ruglaðist
allt fyrir honum, og hann gat
ekki náð söguþræðinum. Á einni
klukkustund reykti hann fjóra
vindla og gæddi sér á mildu
kaffi (decaffeinized).
Hann varð þreyttur á sjónvarp-
inu og reyndi að spila „poker“,
enda þótt áhuginn væri litill. Jim
sýndist maðurinn hinum megin
við borðið vera óralangt í burtu
og spilapeningarnir vera stórir
sem undirskálar. Ljósglömpum
brá fyrir augu hans. Honum
sýndist hann sjá ókunnugt fólk
í salnum þar sem hann sat. Þeg-
ar honum var tjáð, að þetta væri
missýningar, viðurkenndi hann,
að svo væri.
„Hvað er þetta?“ kallaði hann
skyndilega upp og benti á gólfið.
En þar var ekkert að sjá. Hann
stappaði með fótunum á það, sem
hann „sá“. Svo jafnaði hann sig
og varð vandræðalegur út af því
að hafa látið þreytuna blekkja
sig svona. En „reyrkur úr ösku-
bakkanum" hafði skelft hann
aftur, unz hann sannfærðist um,
að einnig þetta væri ímyndun.
Milli klukkan fjögur og sex á
fimmtudagsmorguninn var hann
sériega vanstilltur. Honum fannst
andlitið vera „klemmt og þurrt“.
Hann gerði mikið að því að þvo
sér í framan og drekka kaffi.
Honum þótti augasteinarnir vera
orðnir mjög stórir og þungir sem
blý. Hann gekk til leikfimisalar-
ins, og þar gekk hann um gólf