Úrval - 01.06.1962, Page 25
AÐ VAKA DÖGUM SAMAN
33
í um það bil þrjá stundarfjórð-
unga.
Á föstudagskvöldið, þegar
nokkrar stundir skorti í fimm
vökusólarhringa, lýsti Jim á-
standi sínu þannig, að honum
fyndist hann vera allur dofinn.
„Og ég finn fyrir hárinu á höfð-
inu á mér“, sagði hann. Hann
spurði, hvernig gólfið væri litt,
en það var brúnt. „Mér sýnist
það vera rautt“, sagði hann.
„Mér sýnist allt vera rautt eða
grænt“.
Kalt bað klukkan þrjú næsta
morgun losaði hann við þennan
drunga. En fljótlega varð hann
að fá aðra sturtu. Nú fór hann
að tala um „reykinn“, sem hann
hafði séð um kvöldið og neitaði,
að um ofsjónir hefði verið að
ræða. IJann krafðist þess að fá að
sjá „rjúkandi" öskubalckann aft-
ur. Það var látið eftir honum,
og hann þóttist sjá reyk greini-
lega.
En þetta skelfdi Jim ekki eins
mikið og „vatnið", sem byrjaði
að flæða yfir gólfið rétt á eftir.
Hann tók undir sig stökk og
bölvaði kröftuglega. Klukkan
fjögur að morgni var hann enn
látinn undir kalda sturtu.
Andlitsdrættir hans urðu reiði-
legir, og varirnar hreyfðust eins
og hann væri að tala í ákafa, en
ekkert hljóð heyrðist koma frá
honum. Næstu tvær stundirnar
gekk hann stöðugt um gólf, því
honum fannst augun ætla að
límast aftur, ef hann settist
niður.
Þegar liðið var fast að hádegi,
en þá voru liðnar 123 stundir og
þrír stundarfjórðungar síðan til-
raunin byrjaði, var Jim lagstur
upp í rúmið með allar leiðsl-
urnar og mælitækin vegna loka-
tilraunarinnar framan á sér. „Þér
megið sofna núna, Jim,“ sagði
læknirinn, sem stjórnaði til-
rauninni.
Næstum undir eins sýndu
mælitækin, að Jim féll í mók,
— blóðþrýstingurinn minnkaði,
öndunin hægðist, svitinn á lóf-
unum hvarf og hitastig húðar-
innar féll ofurlítið.
Tilráunamennirnir hafa nú á
talsverðri reynslu að byggja og
geta i aðalatriðum gert sér grcin
fyrir, hvernig langvarandi svefn-
leysi verkar á venjulegt fólk.
Læknirinn, sem stjórnaði rann-
sóknunum, segir: „Fyrstu áhrif
svefnleysisins er uppstökkt og
viðkvæmt geð og því næst vand-
kvæði á að einbeita sér. Eftir
nálega hundrað klukkustundir
byrjuðum við að sjá alvarlegar
breytingar. Það ástand, sem þá
kom fram, var ekki stöðugt, held-